Fleiri fréttir

Kristín Linda nýr forstjóri Umhverfisstofnunar

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að skipa Kristínu Lindu Árnadóttur sem forstjóra Umhverfisstofnunar til næstu fimm ára. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Kristín hefur starfað sem lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun frá 1. september 2007 og gegnir nú starfi sviðsstjóra lögfræði- og stjórnsýslusviðs stofnunarinnar. Hún hefur einnig verið staðgengill forstjóra.

Staðfesti farbann vegna árása á lögreglumenn

Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð yfir tveimur Litháanna sem eru grunaðir um að hafa ráðist á lögreglumenn við skyldustörf í miðbæ Reykjavíkur þann 111. janúar. Samkvæmt úrskurðinum verða þeir í farbanni til 15. febrúar.

Frumvarp um orkumál á leið úr þingflokki á næstu dögum

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í dag að frumvarp Össurar Skarphéðinssonar um orkumál yrði lagt fram á þingi hið fyrsta. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir von á frumvarpinu á næstu dögum.

Tarantúlan fóðruð á músum

Lögreglumönnum í Reykjanesbæ brá nokkuð þegar þeir gerðu leit í húsi þar í bæ. Þeim mætti gríðarstór tarantúla sem húsráðandi hélt sem gæludýr.

Dæmdur fyrir að senda dónamyndir

Karlmaður var dæmdur í 40 daga skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Viðurkenndi maðurinn að hafa sent bæði kyrrmyndir og hreyfimyndir af sjálfum sér nöktum og við kynferðislega athafnir.

Saltkjöt víða á borðum landsmanna

Það er víða saltkjöt og baunir á borðum í dag. Það er til dæmis í Hlíðaskóla nú í hádeginu þar sem sum barnanna voru að smakka þennan herramannsmat í fyrsta skipti.

Segir umhverfisráðherra í mótsögn við sjálfa sig

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra vill að Ísland fái undanþágu frá mengunarkvótum vegna flugstarfsemi en berst á sama tíma gegn því að Ísland fái slíka undanþágu vegna stóriðju.

Níddist á þremur stúlkum

41 árs gamall Reykvíkingur, Anthony Lee Bellere, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á aldrinum 12 til 16 ára. Brotin áttu sér stað á heimili Anthony á árunum 2005 til 2006.

Jólasöfnun skilar 31 milljón fyrir þurfandi í Afríku

Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar 2007 hefur þegar skilað rúmri 31 milljón króna, þar af komu tæpar tíu milljónir í gegnum gjafabréf þar sem meðal annars var hægt að gefa fólki í fátækum ríkjum Afríku búfénað.

Vilja svör um íbúðir fyrir aldraða og stúdenta

Nýr minnihluti í borginni hyggst á borgarstjórnarfundi í dag kalla eftir svörum hjá meirihlutanum vegna tillagna um íbúðir fyrir aldraða og stúdenta sem fyrri meirihluti hafði gengið frá.

Gistinóttum fjölgaði um 11 prósent í fyrra

Gistinóttum á hótelum í fyrra fjölgaði um ellefu prósent frá árinu 2006, eða úr tæplega 1,2 milljónum í rúmlega 1,3 milljónir gistinátta. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands.

Minna verði upplýst úr sakamáladómum

Persónuvernd telur að gæta eiga betur að einkalífsvernd þeirra sem nefndir eru í dómum í sakamálum. Þetta kemur fram í umsögn Persónuverndar um nýtt frumvarp um meðferð sakamála sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur lagt fram.

Skútumaður fyrir kviðdóm í Færeyjum

Tólf manna kviðdómur mun kveða upp sektar- eða sýknudóm yfir íslenskum karlmanni í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í Færeyjum. Þetta segir Linda Margarete Hasselberg, saksóknari í málinu. Þetta mál er angi af Pólstjörnumálinu svokallaða, þegar um 40 kíló af fíkniefnum fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn.

Flestar stærstu fasteignasölurnar hyggja á samstarf

Flestar stærstu fasteignasölur landsins eiga nú í viðræðum um að hefja samstarf á svokölluðum klasagrundvelli. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða um tuttugu fasteignasölur og er hugmyndin að bæta þjónustuna fyrir fólk í fasteignaviðskiptum. Óskar Rúnar Harðarson, löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Miklaborg, staðfestir í samtali við Vísi að viðræður standi nú yfir um aukið samstarf. Hann vildi ekki staðfesta hve margar sölur séu í viðræðunum en sagði að um væri að ræða flestar af stærstu fasteignasölum landsins.

Mikill skafrenningur á Hellisheiði

Á Hellisheiði er nú mikill skafrenningur og blint. Eins er mjög slæmt veður á Holtavörðuheiði og orðið þungfært, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. „Að gefnu tilefni er fólki bent á að vegir eru víðast hvar ekki mokaðir seint á kvöldin eða á nóttunni,“ segir einnig.

Eldur á Hverfisgötu 34

Eldur kom upp í húsi á Hverfisgötu 34. Allt tiltækt slökkvilið kom á staðinn og voru reykkafarar sendir inn í húsið.

Mega ekki upplýsa um dvalarstað barnaníðings

Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníðingur, losnaði af Litla-Hrauni á föstudaginn. Ágúst fékk svokallað reynslulausn en þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Samkvæmt heimildum Vísis eru það félagsþjónustan í Reykjavík í samráði við fangelsismálastofnun sem eiga að útvega Ágústi húsnæði en hvorug þessara stofnana mega tjá sig um mál Ágústar.

Ráð eða ráðandi í stað ráðherra

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu sinnum að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa breytingar á stjórnarskrá og lögum til þess að taka upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kyn gætu borið.

Fangelsuð eftir fund með SUS-urum

Fulltrúi Íslands á samráðsfundi ÖSE á fimmtudaginn síðasta gerði athugasemdir við handtökur á hópi ungmenni í Hvíta-Rússlandi fyrir skömmu.

Vilja reglur eða frumvarp um skipan í opinber embætti

Fimm þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að forsætisráðherra verið falið að skipa nefnd sem á að móta reglur og jafnvel semja frumvarp um verkferla og meðferð faglegs hæfnismats við skipan í opinber embætti.

Öxin fannst á herbergi hjá Hjálpræðishernum

Öxin sem notuð var við rán í útibúi Glitnis í morgun fannst á herbergi í gistiheimili Hjálpræðishersins þar sem einn mannanna sem grunaður er um aðild að málinu var handtekinn.

Forsætisráðherra sakaður um ESB-andúð

Forsætisráðherra var sakaður um andúð í garð Evrópusambandsins og alls sem Evrópu tengdist í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Ráðherra sagði hins vegar að þvert á móti hefði hann samúð með hvoru tveggja.

Sjá næstu 50 fréttir