Innlent

Góðtemplarar gefa FSA 50 milljónir

Góðtemplarareglan á Akureyri afhenti Sjúkrahúsinu á Akureyri í dag 50 milljónir króna að gjöf.

Fjármunirnir eiga að fara í sérstakan sjóð sem varið verður til kaupa á tækjum og búnaði til greiningar og meðferðar hjartasjúkdóma á sjúkrahúsinu. Fram kemur í tilkynningu að hér sé um að ræða einhverja alstærstu gjöf sem Sjúkrahúsið á Akureyri hefur fengið frá upphafi. Fulltrúar Góðtemplarareglunnar á Akureyri afhentu gjöfina í dagog veitti Halldór Jónsson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, henni viðtöku fyrir hönd sjúkrahússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×