Innlent

Farþegum um Leifsstöð fjölgar áfram á nýju ári

MYND/Anton

Farþegum sem koma til landsins um Keflavíkurflugvöll heldur áfram að fjölga á nýju ári samkvæmt Hagvísum Hagstofunnar.

Í janúar síðastliðnum fjölgaði þeim um rúm 16 prósent frá sama mánuði í fyrra. Alls voru þeir 51 þúsund í janúar í ár en 44 þúsund í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði, til loka janúar, komu 954 þúsund farþegar til landsins og er það rúmlega níu prósenta aukning frá 12 mánuðum þar á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×