Innlent

Sjötíu bílar nýskráðir á dag að meðaltali í janúar

Ekki virðist vera að koma kreppa ef marka má bílakaup landsmanna í janúar.
Ekki virðist vera að koma kreppa ef marka má bílakaup landsmanna í janúar. MYND/GVA

Tölur Hagstofunnar leiða í ljós að nýskráðir bílar í nýliðnum janúar voru tæplega 2100 og fjölgaði um nærri sextíu prósent frá sama mánuði í fyrra. Þetta þýðir að 70 bílar voru nýskráðir á dag að meðaltali í janúar.

Síðastliðna 12 mánuði, til loka janúar, voru nýskráningar bíla nærri 23.400 en það er 4,4 prósenta aukning frá fyrra tólf mánaða tímabili.

Þá jókst greiðslukortavelta heimila um 13,5 prósent í fyrra miðað við árið á undan. Þannig var kreditkortavelta rúmlega fimmtungi meiri í fyrra en árið 2006 og debetkortavelta jókst um 6,6 prósent. Enn fremur jókst kreditkortavelta Íslendinga erlendis um rúm ellefu prósent á síðasta ári en erlend greiðslukortavelta hérlendis jókst um tæp sex prósent milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×