Innlent

Eldur á Hverfisgötu 34

Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins.
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins.

Eldur kom upp í húsi á Hverfisgötu 34. Allt tiltækt slökkvilið kom á staðinn og voru reykkafarar sendir inn í húsið. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins.

Húsið hefur staðið autt í langan tíma en reynt var að kveikja í því í desember síðastliðnum. Þá var eldur kveiktur á öllum þremur hæðum hússins en íkveikjan mistókst. Ekki er vitað um eldsupptök í þetta skiptið.

Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru menn enn á staðnum að kljást við minniháttar eld og glæður sem leynast á milli þilja í húsinu sem er úr timbri. Að sögn slökkviliðs hafa útigangsmenn hafst við í húsinu og því voru reykkafarar sendir inn í húsið. Það reyndist mannlaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×