Innlent

Vöruskiptahalli nærri tíu milljarðar í janúar

MYND/GVA

Vöruskiptajöfnuður við útlönd var neikvæður um nærri 10 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands birtir í dag.

Það er töluvert meiri halli en í sama mánuði í fyrra en þá nam hann tæpum þremur milljörðum. Fluttar voru út vörur fyrir rúma 24 milljarða króna í nýliðnum janúar og inn fyrir rúma 34 milljarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×