Vegagerðin varar við hvassviðri og miklum vindhviðum á Kjalarnesi og vonskuveðri víða Austurlandi.
Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að á Suðurlandi sé víða hálka eða hálkublettir, þó aðallega á útvegum. Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á öllum aðal leiðum. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og vaxandi vindur.
Á Vestfjörðum er víða hálka og éljagangur en stórhríð er á Klettshálsi. Á Norður- og Norðausturlandi er víða snjóþekja eða hálka og snjókoma eða éljagangur. Á Austurlandi hefur víða verið vonskuveður og skyggni lítið. Ófært er yfir Fagradal og Oddsskarð en þungfært er á Fjarðarheiði.