Fleiri fréttir

Hálka og él herja á Hellisheiði

Hálka og éljagangur eru á Hellisheiði og í Þrengslum, einnig á Holtavörðuheiði og á heiðum Vestfjarða, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar.

Alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut

Þrír slösuðust í umferðarslysi á Reykjanesbraut í nótt. Slysið varð um klukkan eitt en ökumaður bílsins missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á brúarstólpa.

Íhugar stöðuna eftir skipun héraðsdómara

Pétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og félagvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, segist vera að ígrunda málin eftir að settur dómsmálaráðherra ákvað að skipa Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara.

Veröld Hugins

Huginn Heiðar Guðmundsson fæddist með alvarlegan lifrasjúkdóm árið 2004. Eftir að móðir hans gaf honum hluta af sinni lifur lagaðist sjúkdómurinn, en þá tók við alvarlegur lungnasjúkdómur. Huginn getur ekki verið án súrefnisgjafar og er því bundinn við súrefnisvélar eða súrefniskúta. Þetta gerir það að verkum að hann kemst ekki út af heimili fjölskyldunnar nema með mjög mikilli fyrirhöfn.

Kviknaði í kertaskreytingu í Safamýri

Slökkviliðið og lögregla var kallað að Safamýri nú undir kvöld þegar að kviknaði í kertaskreytingu. Búið var að ráða niðurlögum eldsins þegar slökkvilið kom á staðinn og enginn meiddist að sögn slökkviliðsmanna.

Jólaumferðin býsna þung

Mikil umferð hefur verið á öllum helstu þéttbýlisstöðum á landinu enda margir önnum kafnir nú þegar einungis þrír dagar eru til jóla. Þótt umferðin hafi verið hæg hefur allt gengið vel að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þó er rétt að benda ökumönnum á að þetta er myrkasti tími ársins og ökumenn þurfa að haga akstri sínum eftir því.

Skólameistarinn hættir störfum

Skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík hættir störfum innan skamms. Þar með næst fullnaðarlausn í deilunni milli hans og kennara skólans.

Nýir áfengismælar gera blóðprufur óþarfar

Lögreglan hefur tekið í notkun nýja áfengismæla sem gera blóðprufur með öllu óþarfar. Ferli sem áður tók allt að hálfan mánuð tekur nú aðeins nokkrar mínútur.

Tölvukerfi bankanna komið í lag

Tölvukerfi Reiknistofu bankanna bilaði í dag og veldur það sambandsleysi við heimabanka og hraðbanka. Helgi Steingrímsson, forstjóri Reiknistofnu bankanna, segist ekki geta tjáð sig um það á þessari stundu hvað valdi biluninni en verið sé að vinna að viðgerðum.

Atli Gíslason: „Pólitísk ráðning sjálfstæðismanna"

Atli Gíslason, þingmaður VG og hæstaréttarlögmaður, segir það mjög miður að gengið hafi verið framhjá áliti dómnefndar við ráðningu héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands - eystra og Héraðsdóm Austurlands.

Tveir Litháar ákærðir fyrir nauðgun

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákærur á hendur tveimur litháískum karlmönnum sem gefið er að sök að hafa nauðgað konu á hrottafenginn hátt í húsasundi í miðbæ Reykjavíkur.

Bjart framundan

Vetrarsólstöður verða stundvíslega kl. 06:08 í fyrramálið. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti.

Neró þefaði uppi barefli og grímur úr ráni

Lögregluhundurinn Neró sannaði heldur betur gildi sitt þegar hann þefaði uppi barefli og grímur sem tveir unglingspiltar köstuðu frá sér eftir að hafa framið rán í Grímsbæ í fyrrakvöld.

82 ára maður gaf ABC rúmar sjö milljónir

82 ára gamall maður hefur gefið ABC barnahjálp 7,2 milljónir króna sem notaðar verða til að byggja heimavist fyrir stúlkur á Heimili litlu ljósanna á Indlandi.

Geta ekki beitt sér vegna Blárra tunna

Samkeppniseftirlitið segir hendur sínar bundnar vegna kvörtunar Gámaþjónustunnar yfir því að Reykjavíkurborg sé í samkeppni við fyrirtækið og bjóði upp á svokallaðar Bláar tunnur.

Vítavert gáleysi skipstjóra Axels

„Í ljósi umræðu í fjölmiðlun undanfarna daga um þær staðhæfingar skipstjóra Axels að hafnsögumaður hafi gefið honum ranga stefnu frá Hornafjarðarósi vill Hafnarstjórn benda á að öll gögn og upplýsingar um málið benda til þess að hafnsögumaður hafi veitt skipstjóra allar þær leiðbeiningar sem þurfti til að sigla Axel rétta leið frá Hornafjarðarósi.“

Smábátasjómenn semja

Fyrr í dag var undirritaður kjarasamningur milli samtaka sjómanna annars vegar og Landssambands smábátaeigenda hins vegar. Kjarasamningurinn tekur gildi 1. janúar 2008. Fram til þessa hefur ekki verið í gildi kjarasamningur fyrir sjómenn á smábátum, að því er fram kemur á heimasíðu ASÍ.

Útlit fyrir metbóksölu fyrir jólin

Bóksala virðist ætla að slá öll met fyrir jólin. Dæmi eru um helmingsaukningu í bókabúðum milli ára og þá seljast glaðleg föt sem aldrei fyrr.

Lithái tekinn í Leifsstöð

Litháískur karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á miðvikudag eftir að 330 grömm af metamfetamíni fundust í fórum hans.

Ekki búist við að ár vaxi á ný

Vatnavextir í Hvítánum í Borgarfirði og á Suðurlandi ollu ekki teljandi vandræðum og er rennslið farið að sjatna í þeim báðum.

Björn segist vanhæfur vegna meðmæla

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að skipa í embætti héraðsdómara. Árni Matthiesen, settur dómsmálaráðherra skipaði Þorstein Davíðsson, fyrrverandi aðstoðarmann Björns og son Davíðs Oddsonar, seðlabankastjóra, í embættið í gær.

Lágmarkskurteisi hjá ríkisfyrirtæki að kynna ráðherrum ný áform

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að það sé lágmarkskurteisi hjá ríkisfyrirtæki eins Landsvirkjun þegar hún fer inn á nýjar brautir, að kynna það þeim ráðherrum sem málið varðar svo þeir geti eftir atvikum kynnt það í ríkisstjórn.

Gjafabréf fyrir hænur og geitur renna út

Sala á gjafabréfum fyrir hænum, geitum, saumavélum, grænmetisgörðum, smokkum og hreinu vatni í þróunarlöndum hefur gengið vel hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.

„Vona að ég standi undir því trausti sem mér er sýnt“

„Ég sótti um fyrir einu ári og þá fékk ég ekki starfið. Ég undi ákvörðun ráðherra þá og það geri ég einnig nú,“ segir Þorsteinn Davíðsson sem í gær var skipaður dómari við héraðsdóm Austurlands og Norðurland-eystra.

Leikjatölvuþjófur gaf sig fram

Ungi maðurinn sem lögreglan á Akureyri leitaði að vegna gruns um þjófnað úr verslun Hagkaupa á Akureyri á miðvikudagskvöld hefur gefi sig fram.

Kostar allt að 300 milljarða að setja allar raflínur í jörð

Samtök atvinnulífsins segja að ef þingsályktunartillaga sem liggur fyrir Alþingi um að leggja raflínur sem eru ofan jarðar í jörð á næstu árum og áratugum muni flutningskostnaður raforku margfaldast og reikningurinn verði sendur til íslenskra fyrirtækja og heimila.

Sjá næstu 50 fréttir