Innlent

Smábátasjómenn semja

Fyrr í dag var undirritaður kjarasamningur milli samtaka sjómanna annars vegar og Landssambands smábátaeigenda hins vegar. Kjarasamningurinn tekur gildi 1. janúar 2008. Fram til þessa hefur ekki verið í gildi kjarasamningur fyrir sjómenn á smábátum, að því er fram kemur á heimasíðu ASÍ.

Kjarasamningurinn verður sendur til aðildarfélaga SSÍ og munu stéttarfélögin sjá um að kynna sínum félagsmönnum samninginn og sjá um framkvæmd á afgreiðslu á honum. Samninginn má lesa hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×