Innlent

Útlit fyrir metbóksölu fyrir jólin

Bóksala virðist ætla að slá öll met fyrir jólin. Dæmi eru um helmingsaukningu í bókabúðum milli ára og þá seljast glaðleg föt sem aldrei fyrr.

Talið er að íbúar utan Akureyrarsvæðisins kaupi um 50 prósent af öllu því sem selst fyrir jólin í búðum á Akureyri. Það skiptir því miklu að menn komist leiðar sinnar og hafa veðurguðirnir verið kaupendum og verslunareigendum hliðhollir á aðventunni.

Kaupmenn segja alveg ljóst að það stefni í metverslun fyrir norðan þessi jól, ekki síður en á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×