Innlent

82 ára maður gaf ABC rúmar sjö milljónir

Heimavistin sem verður byggð fyrir gjöf mannsins er svipuð þeirri sem myndin er af en sú var byggð fyrir fé sem safnaðist úr söfnuninni Börn hjálpa börnum 2005.
Heimavistin sem verður byggð fyrir gjöf mannsins er svipuð þeirri sem myndin er af en sú var byggð fyrir fé sem safnaðist úr söfnuninni Börn hjálpa börnum 2005.

82 ára gamall maður hefur gefið ABC barnahjálp 7,2 milljónir króna sem notaðar verða til að byggja heimavist fyrir stúlkur á Heimili litlu ljósanna á Indlandi.

Þetta er stærsta framlag einstaklings til barnahjálparinnar þessa eftir því sem segir í tilkynningu. Bent er á að gríðarleg þörf sé fyrir heimilið. Fyrri hluta árs dvöldu tvö þúsund börn á Heimili litlu ljósanna en börnunum fjölgaði um 500 í júlí. Þá biðu um 1800 börn eftir plássi þar. Kemur þessi gjöf sér afar vel fyrir heimilið þar sem hægt verður að bæta úr húsnæðisvanda þeirra barna sem bættust við að sögn ABC.

Við þetta má bæta að fjölskylda hefur gefið fjórar milljónir króna til byggingar skólahúss við Heimili litlu ljósanna.

Samtökin benda á að mikil þörf sé á stuðningsaðilum sem vilja taka að sér að kosta framfærslu og menntun þessara barna. Það kostar 3250 krónur á mánuði að kosta fulla framfærslu og menntun barns og getur fólk farið á heimasíðu ABC, www.abc.is, og valið barn til að styrkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×