Innlent

Neró þefaði uppi barefli og grímur úr ráni

Lögregluhundarnir hafa sannað gildi sitt að undanförnu.
Lögregluhundarnir hafa sannað gildi sitt að undanförnu.

Lögregluhundurinn Neró sannaði heldur betur gildi sitt þegar hann þefaði uppi barefli og grímur sem tveir unglingspiltar köstuðu frá sér eftir að hafa framið rán í Grímsbæ í fyrrakvöld.

Fram kemur í frétt frá lögreglunni að lögreglumenn hafi árangurslaust leitað þessara hluta áður en Neró kom á vettvang og fann þessi mikilvægu sönnunargögn. Þá segir lögreglan að aðrir hundar hafi einnig unnið fyrir kaupinu sínu, en þeir hafa á síðustu dögum þefað uppi fíkniefni í húsum og bílum sem hefðu ekki fundist nema með þeirra aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×