Innlent

Björn segist vanhæfur vegna meðmæla

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að skipa í embætti héraðsdómara. Árni Matthiesen, settur dómsmálaráðherra skipaði Þorstein Davíðsson, fyrrverandi aðstoðarmann Björns og son Davíðs Oddsonar, seðlabankastjóra, í embættið í gær.

Björn var hins vegar ekki á því að hann væri vanhæfur í fyrra þegar Þorsteinn sótti um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur þrátt fyrir gagnrýni á þeim tíma, meðal annars frá Helga Jóhannessyni formanni lögfræðingafélagsins. Þá var Þorsteinn enn aðstoðarmaður Björns.

„Ég gaf Þorsteini góð meðmæli þegar hann sótti um starf hjá embætti lögregulstjórans á höfuðborgarsvæðinu en ég hafði ekki gefið hinum sem sóttu um núna meðmæli. Þess vegna mat ég stöðuna svo að ég þyrfti að víkja," segir Björn Bjarnason en Þorsteinn hefur starfað sem deildarstjóri hjá embætti lögreglustjórans.

Aðspurður hvers vegna Björn hafi ekki metið sem svo að hann hafi verið vanhæfur í fyrra þegar Þorsteinn sótti um embætti héraðsdómara í Reykjavík segir Björn. „Þá hafði ég ekki gefið honum nein meðmæli."

Hann segist ekki hafa litið svo á að hann hafi verið vanhæfur þrátt fyrir að Þorsteinn hafi verið aðstoðarmaður hans á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×