Innlent

Lágmarkskurteisi hjá ríkisfyrirtæki að kynna ráðherrum ný áform

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að það sé lágmarkskurteisi hjá ríkisfyrirtæki eins Landsvirkjun þegar hún fer inn á nýjar brautir, að kynna það þeim ráðherrum sem málið varðar svo þeir geti eftir atvikum kynnt það í ríkisstjórn. Þetta kemur fram í viðtali við Össur í Viðskiptablaðinu í dag um hið nýstofnaða dótturfélag, Landsvirkjun Power.

Þar kvartar iðnaðarráðherrann undan því að hann hafi fyrst heyrt um stofnun dótturfélagsins í fjölmiðlum og segir að Landsvirkjun hagi sér eins og ríki í ríkinu. Össur tekur fram, burtséð frá þessu, að sér finnist ákvörðunin um Landsvirkjun Power jákvætt skref.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×