Innlent

Lithái tekinn í Leifsstöð

Andri Ólafsson skrifar

Litháískur karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á miðvikudag eftir að 330 grömm af metamfetamíni fundust í fórum hans.

Maðurinn var að koma frá Stokkhólmi. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. janúar. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins en hún verst allra frétta af málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×