Innlent

Heróínsmyglari dæmdur í skilorðsbundið fangelsi

Freyr Njarðvík hefur fjallað opinskátt um fíkniefnavanda sinn, meðal annars í bókunum Eftirmál og Ekkert mál.
Freyr Njarðvík hefur fjallað opinskátt um fíkniefnavanda sinn, meðal annars í bókunum Eftirmál og Ekkert mál.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Frey Njarðvík, fyrsta íslenska heróínsmyglarann, í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Hann var gripinn í Leifsstöð þegar hann kom frá Amsterdam og reyndust rúm 5,58 grömm af heróíni og tæp 25 grömm af kókaíni falin í líkama hans. Freyr játaði á sig brotið en hann á að baki 14 refsidóma á árunum 1984-2000 fyrir ýmis brot, þar á meðal auðgunar- og fíkniefnabrot. Í ljósi þess sakaferils og styrkleika kókaínsins og heróínsins, sem mun hafa verið ætlað til eigin nota, þótti fjögurra mánaða fangelsi hæfileg refsing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×