Innlent

Níu mánaða fangelsi fyrir nærfatahnupl

Maðurinn stal nærfötum úr Hagkaupum í Kringlunni.
Maðurinn stal nærfötum úr Hagkaupum í Kringlunni. MYND/Heiða

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir búðarhnupl.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stolið fimm nærbuxum í pakka og einum bol í verslun Hagkaupa í Kringlunni, samtals að verðmæti tæplega þrjú þúsund krónur.

Maðurinn játaði brotið en hann átti að baki allnokkurn sakaferil. Með brotinu rauf hann skilorð dóms sem hann hlaut í fyrra og var sá dómur því tekinn upp og dæmdur með þessu máli. Með hliðsjón af sakaferli og aldri ákærða þótti níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×