Innlent

Ekki búist við að ár vaxi á ný

Vatnavextir í Hvítánum í Borgarfirði og á Suðurlandi ollu ekki teljandi vandræðum og er rennslið farið að sjatna í þeim báðum.

ærinn Ferjukot í Borgarfirði var um tíma um flotinn og Hvítárvallavegur er í sundur við Hvítárvelli. Auðsholt í Árnessýslu, einangraðist líka, en slíkt gerist oft í vatnavöxtum. Óvenju mikið vatn er í Ölfusá við Selfoss en hvergi nærri eins mikið og í flóðunum í fyrra.

Þá er vegur í sundur við bæinn Leikskála í Haukadal í Dölum vegna vatnsaga. Ekki er vitað um annað tjón vegna flóðanna nema þá á girðingum og heimreiðunum að Auðsholti og Ferjukoti. Þrátt fyrir rigningu er ekki búist við að árnar vaxi á ný og spáð er kólnandi veðri næstu daga.

Óvenju mikið vatn er í lækjum og áveituskurðum á láglendi, sem bendir til að grunnvatnsstaða sé víða óvenju há. Jarðræktarmenn vonast til að það sjatni áður en mikið frost verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×