Innlent

Vítavert gáleysi skipstjóra Axels

Axel á strandstað.
Axel á strandstað.

„Í ljósi umræðu í fjölmiðlun undanfarna daga um þær staðhæfingar skipstjóra Axels að hafnsögumaður hafi gefið honum ranga stefnu frá Hornafjarðarósi vill Hafnarstjórn benda á að öll gögn og upplýsingar um málið benda til þess að hafnsögumaður hafi veitt skipstjóra allar þær leiðbeiningar sem þurfti til að sigla Axel rétta leið frá Hornafjarðarósi."

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hornafjarðarhöfn sem Vísi barst rétt í þessu.

„Auk þess blasti við skipstjóranum á siglingakortum að hann hafi villst af leið. Ennfremur er greinilegt að skipstjórinn hafi algjörlega gleymt að fylgjast með ljósum frá Hvanneyjarvita. Hafnarstjórn undirstrikar því að ábyrgðin er eingöngu og alfarið á herðum skipstjóra Axels. Að varpa ábyrgð yfir á hafnsögumann þegar um vítavert gáleysi skipstjórans er að ræða er merki um ábyrgðarleysi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×