Innlent

Miklar líkur á fasteignaverð lækki verulega

Miklar líkur eru á því að fasteignaverð lækki verulega á næsta ári að mati Seðlabankans. Merki þess eru þegar byrjuð að sjást að sögn seðlabankastjóra.

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað að meðaltali um 14,1 prósent á síðustu tólf mánuðum miðað við vísitölu íbúðaverðs. Í síðasta mánuði lækkaði hins vegar fasteignaverð um 1,5 prósent milli mánaða. Er þetta í fyrsta skipti sem vísitalan lækkar síðan í desember í fyrra.

 

Í verðbólguspá Seðlabankans fyrir næsta ár er gert ráð fyrir lækkun á fasteignaverði. Er vísað til þess að verðlækkanir á hlutabréfamarkaði að undanförnu hafi veikt fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja sem til langs tíma litið muni dragi úr eftirspurn og verðbólguþrýstingi.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir erfitt að spá nákvæmlega fyrir um hversu mikið fasteignaverð gæti lækkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×