Innlent

Sjötta skipið á árinu bætist í flota Vestmannaeyinga

Dala-Rafn er stórglæsilegt skip.
Dala-Rafn er stórglæsilegt skip.

Dala-Rafn heitir þorskskip sem Þórður Rafn útgerðarmaður í Vestmannaeyjum hefur fest kaup á. Skipið kom siglandi inn í höfnina í Eyjum fyrir stundu.

Dala-Rafn er sjötta skipið sem bætist við flota Vestmannaeyinga á árinu en þrjú skip hafa verið seld frá Eyjum á þessu ári. Af þessum sex skipum eru þrjú þeirra nýsmíðuð. Talið er að Dala-Rafn sé fjárfesting uppá um þrjá milljarða króna og ríkti mikil hamingja á höfninni í Vestmannaeyjum þegar skipið kom siglandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×