Fleiri fréttir Skemma brann í Garðabæ Eldur kom upp í skemmu í Ránargrund í Garðabæ rétt eftir klukkan ellefu í kvöld. Slökkvilið hefur náð að slökkva eldinn og verið er að slá á glæðurnar. Um er að ræða bátageymslu sem mun vera í eigu Garðabæjar og hefur hún staðið ónotuð um nokkurn tíma. 15.8.2007 23:43 Fullt út úr dyrum í Salnum Fundur í Salnum í Kópavogi, sem íbúasamtökin Betri byggð á Kársnesi standa fyrir, er nú í fullum gangi. Gríðarlega góð mæting er á fundinum en um 400 manns hafa lagt leið sína á fundinn. 15.8.2007 22:04 Olíuhreinsistöð er lífsspursmál fyrir framtíð byggðar Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að olíuhreinsunarstöð í landi Hvestu í Arnarfirði myndi hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir samfélagið á Vestfjörðum og sé í raun lífsspursmál. Í dag samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að breyta skipulagi svæðisins þannig að leyfilegt er að byggja olíuhreinsistöð í Arnarfirði. 15.8.2007 21:50 Viðskiptaráðherra leitar að vistvænni bíl Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að nýr ráðherrabíll verði keyptur á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 nú í kvöld voru ráðherrabílarnir flokkaðir eftir því hve umhverfisvænir þeir eru og kom bíll Björgvins kom verst út. Bíllinn var áður ráðherrabíll landbúnaðarráðherra. Viðskiptaráðherra hefur hann aðeins til umráða þangað til nýr bíll verður keyptur. 15.8.2007 19:52 Íbúar á Kársnesi halda fund um skipulagsmál Íbúasamtökin Betri byggð á Kársnesi halda opinn fund um skipulagsmál nessins í kvöld. Fundurinn hefst klukkan átta og er hann haldinn í Salnum. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að markmið fundarins sé að gefa íbúum á Kársnesi „kost á að kynna sér nánar inntak þeirra skipulagsbreytinga sem standa fyrir dyrum.“ 15.8.2007 19:26 Ráðherrabílarnir misjafnlega umhverfisvænir Utanríkisráðherra er á umhverfisvænasta ráðherrabílnum. Ráðherrabíll flokksbróður hennar í viðskiptaráðuneytinu er fjandsamlegastur umhverfinu í bílaflota ráðherranna. Þrír ráðherrar eru komnir á tvinnbíla, en enginn þeirra getur lagt ókeypis í stæði í miðbænum - til þess eru bílar þeirra ekki nógu visthæfir. 15.8.2007 19:05 NATO sagði mikilvægt að reka íslenska loftvarnarkerfið áfram Atlantshafsbandalagið lagði ofuráherslu á að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram eftir að Bandaríkjamenn gæfu það frá sér. Íslendingar tóku í dag við rekstri fjögurra ratsjárstöðva og reka kerfið áfram sem hluta af evrópska loftvarnarkerfinu. 15.8.2007 19:02 Hátt í hundrað börn á biðlistum eftir svæfingu vegna tannviðgerða Um eitt hundrað börn á aldrinum þriggja til sex ára bíða nú eftir að komast í svæfingu vegna tannviðgerða á tannlæknastofum í Reykjavík. Slík þjónusta hefur ekki verið í boði í um það bil hálft ár vegna kjaradeilu svæfingarlækna og Tryggingastofnunar. 15.8.2007 19:01 Vill gegna starfi forstjóra áfram Forstjóri Ratsjárstofnunar, sem sagt var upp í gær, sækist eftir að gegna starfinu áfram. Hann vill opna reksturinn eins og hægt verður og tryggja gagnsæi hans nú þegar yfirráðum Bandaríkjamanna sleppir. 15.8.2007 18:59 Engin merki um gliðnun við Hálslón Öll umræða um hættu á að sprungur undir Hálslóni myndu gliðna við fyllingu Hálslóns voru óþarfar segir jarðeðlisfræðingur sem fylgst hefur náið með skjálftavirkni á svæðinu. Hann segir það hafa komið á óvart hve lítil áhrif lónsfyllingin hefur haft á sprungusvæðið. 15.8.2007 18:54 Eðlilegast að ljósleiðarar verði boðnir út Eðlilegast er að ljósleiðarakerfi Ratsjárstofnunar verði boðið út, segja fulltrúar símafyrirtækjanna. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. Alls eru átta ljósleiðarar á landinu og þar af þrír sem ríkið á. Þeir liggja um allt land en hafa fram til þessa eingöngu verið notaðir af Ratsjárstofnun. Nú þegar ríkið tekur verið rekstri stofnunarinnar hefur utanríkisráðherra líst þeirri skoðun að hluti af ljósleiðarakerfi ratsjárstofnunar verði nýttur til borgaralegra flutninga. 15.8.2007 18:51 Viðbótargreiðslur ná ekki til allra leikskólakennara Ekki stendur til að veita öllum leikskólakennurum Reykjavíkurborgar tímabundna launahækkun eftir að tillaga VG var samþykkt á fundi leikskólaráðs borgarinnar í dag. Sviðsstjóri leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að þeir leikskólar sem ekki hafi fullnýtt fjárveitingar sína fyrir þetta ár geti notað þá peninga til að greiða kennurum tímabundin viðbótarlaun kjósi þeir það. 15.8.2007 18:48 Grímseyjarferjuklúðrið ekki látið óátalið Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var. 15.8.2007 18:30 Sturla vill gefa Kristjáni svigrúm vegna Grímseyjarferju Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, ætlar ekki að tjá sig um svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var í gær. Sturla segir eðlilegt að núverandi samgönguráðherra, Kristján L. Möller, fái svigrúm til að vinna úr málinu. 15.8.2007 18:16 Sýslumaður og sendiráð mest framúr fjárlögum Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunnar um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári eru það sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli og sendiráð Íslands sem fara hvað mest framúr fjárlögum síðasta árs. Sýslumannsembættið með 59 milljón kr. halla og sendiráðin með 52 milljón kr. halla. Uppsafnaður halli sýslumannsembættisins nemur nú um 148 milljónum kr. og sendiráðanna um 129 milljónir kr. 15.8.2007 16:49 Fjögurra manna fjölskylda borgar 10 þúsund Það kostar fjögurra manna fjölskyldu rúmar 10 þúsund krónur að taka þátt í 10 kílómetra skokki í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer á laugardaginn. Glitnir niðurgreiðir ekki kostnað þátttakenda en greiðir fyrir markaðssetningu hlaupsins, að sögn Svövu Oddnýjar Ásgeirsdóttur, starfsmanns Reykjavíkurmaraþons. 15.8.2007 16:00 Ríkisendurskoðun gagnrýnir agaleysi í fjármálum ríkisstofnana "Ríkisendurskoðun gagnrýnir agaleysið sem einkennir framkvæmd fjárlaga og má bæði rekja til forstöðumanna stofnana og stjórnenda þeirra ráðuneyta sem þær heyra undir. Brýnt er að stofnanir og ráðuneyti sem hlut eiga að máli ráði sem fyrst bót á þessum vanda." 15.8.2007 15:59 Leikskólaráð samþykkir viðbótagreiðslur til leikskólakennara Reykjavíkurborg mun greiða tímabundin viðbótarlaun til leikskólakennara til að bregðast við manneklu á leikskólum. Tillaga vinstri grænna þessa efnis var samþykkt samhljóða á fundi leikskólaráð borgarinnar í dag. Heimild er fyrir slíkar viðbótargreiðslur í kjarasamningum til að standa vörð um faglegt starf leikskóla í borginni. 15.8.2007 15:46 Foreldrar þurfa að skoða Mattel leikföng Nýverið uppgötvuðust gallar í leikföngum frá Mattel. Annars vegar er um að ræða að í nokkrum leikföngum eru smáir og sterkir seglar og hins vegar er hægt að finna blý í málningu á nokkrum leikföngum. Gallinn uppgötvaðist hjá Mattel enda er fyrirtækið með gott gæðaeftirlitskerfi og voru viðbrögð þess þau að afturkalla allar gallaðar vörur strax. 15.8.2007 15:05 Lofar að skoða mál Evu Rutar Þorsteinn Hjartarson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, segir að sitt starfsfólk kappkosti við að veita viðskiptavinum sínum góða og skjóta þjónustu. Hann kannast ekki við að fólki sé neitað þjónustu um viðtöl og hefur hann ekki fengið tilkynningar þess efnis. Hann lofar því að mál Evu Rutar verði skoðað. 15.8.2007 14:51 Þingkona sækir um veitingavagn “Þetta er ekki ég heldur dóttir mín Hólmfríður sem hefur hug á að vera með færanlegan veitingavagn á hafnarsvæðinu,” segir Guðfinna S. Bjarnadóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins. Í fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá í gærdag er greint frá því að Hólmfríður Vilhjálmsdóttir og Guðfinna Bjarnadóttir hafi sent inn erindi til hafnarstjórnar í síðasta mánuði um stöðuleyfi fyrir veitingavagn. 15.8.2007 13:44 Eva Rut kasólétt og býr í tjaldi í Laugardal Eva Rut Bragadóttir er ólétt og komin 34 vikur á leið. Hún er heimilislaus og býr í tjaldi í Laugadalnum. Stundum fær hún þó inni hjá Hjálpræðishernum. Eva Rut, sem er 24 ára og hefur neytt fíkniefna frá því að hún var 13 ára, óttast um fóstrið og segir félagsmálayfirvöld ekki hafa sinnt sér vegna sumarleyfa. 15.8.2007 13:32 Útflutningsverðmæti Becromal sambærilegt við það sem fiskvinnslufyrirtækin áorka Össur Skarphéðinsson segir ekki ólíklegt að útflutningsverðmæti framleiðslu ítalska hátæknifyrirtækisins Becromal á aflþynnum verði sambærilegt við það sem fiskvinnslufyrirtækin á Akureyri áorka í dag. Fyrirtækið undirritaði í dag samning við Landsvirkjun um umfangsmikil raforkukaup til framleiðslunnar og einnig við Akureyrarbæ um lóð og aðstöðu. 15.8.2007 13:22 Vilja úttekt á aðgengi fyrir fatlaða í nýrri Grímseyjarferju Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur sent samgönguráðherra, vegamálastjóra og siglingamálastjóra erindi þar sem þess er krafist að aðgengi og öryggi fyrir alla verði tryggt í nýrri Grímseyjarferju. 15.8.2007 13:09 Selja vatn á Bandaríkja- og Bretlandsmarkað Byrjað verður að reisa vatnsverksmiðju á Rifi á Snæfellsnesi í næsta mánuði og en reiknað er með að hún muni skapa um 50 störf. Vatnið verður flutt út frá Rifi bæði til Bretlands og Bandaríkjanna. 15.8.2007 12:46 Íslenska loftvarnakerfið undir það evrópska innan nokkurra vikna Íslenska loftvarnarkerfið verður hluti þess evrópska innan fárra vikna. Íslendingar taka við rekstri fjögurra ratsjárstöðva sem því tengjast úr höndum Bandaríkjamanna í dag. NATO leggur mikla áherslu á að rekstri þess verði haldið áfram líkt og íslensk stjórnvöld hafa ákveðið. 15.8.2007 12:38 Höfnuðu írsku ferjunni oftar en einu sinni Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa hafnað írsku ferjunni, Oliean Arann, oftar en einu sinni og komið þeim skilaboðum til bæði Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins. Hann segir fulltrúa Grímseyjar einnig hafa varað báðar stofnanir við því að kostnaður við viðgerð yrði mun meiri en áætlað var - enda hafi skipið litið hrikalega út. 15.8.2007 12:36 Hagkaup innkallar leikfangabíla frá Mattel Hagkaup hefur innkallað ákveðna tegund leikfangabíls sem leikfangarisinnn Mattell framleiddi. Um er að ræða svokallaðan Cars Sarge bíl og eru allir sem keyptu slíkan bíl, bæði stakan og í pakkningu með öðrum bíl á tímabilinu maí til dagsins í dag, beðnir um að skila honum strax í næstu verslun Hagkaupa. 15.8.2007 11:36 Iceland Express flýgur til Barcelona Iceland Express mun fljúga til Barcelona í vetur og hefst sala á hádegi þann 16. ágúst. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, á tímabilinu frá 9. nóvember til loka maí að undanskildu hléi frá miðjum desember fram til 1. febrúar. 15.8.2007 10:50 Nýtt hátæknifyrirtæki á Akureyri Ítalska hátæknifyrirtækið Becromal mun hefja starfsemi á Akureyri á næstunni og mun fyrsti áfangi verksmiðjunnar skapa um 40-50 ný störf. Áætlað er að verksmiðjan muni rísa á næstu tveimur árum. 15.8.2007 10:49 Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést í bílslysi á Þorlákshafnarvegi í fyrrakvöld hét Jóhannes Örn Guðmundsson og var til heimilis að Setbergi 12, Þorlákshöfn. Jóhannes var 41 árs og lætur eftir sig tvö börn, 20 ára og 5 ára. 15.8.2007 10:43 Sýslumenn kostuðu meir en gert var ráð fyrir Á fundi fjárlaganefndar síðdegis í dag verður rætt um skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2006. Þar kemur fram hvernig ríkisstofnanir hafa haldið sig innan fjárlaga. Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar segir að nýlundan í skýrslunni sé væntanlega sú að dómsmálaráðuneytið fari nokkuð framúr fjárlögum og sé það einkum sökum þess að sameining og breytingar á sýslumannsembættum hafi kostað meir en gert var ráð fyrir á síðasta ári. 15.8.2007 10:37 Kvikmyndagerðarmenn vilja fund með útvarpstjóra Hjálmtýr Heiðdal formaður Félags kvikmyndagerðarmanna segir að FK vilji fá fund með útvarpstjóra hið fyrsta. Á fundi FK í vikunni var m.a. rætt um þjónustusamning þann sem menntamálaráðherra gerði við RUV um framleiðslu á innlendu efni. Á fundinum kom fram að félagsmenn FK telja ófært að óvissa ríki um útfærslu á samningnum og eftirlit með honum. 15.8.2007 10:03 Keilir afhenti fyrstu íbúðirnar í morgun Keilir afhenti tilvonandi nemendum sínum fyrstu íbúðirnar á háskólasvæðinu í morgun. Skólastarf hefst þann 27. ágúst næstkomandi. Þegar hafa verið leigðar út um 300 íbúðir en 30 nýjum íbúðum hefur verið bætt við þann fjölda síðustu daga og verðum þeim úthlutað á næstunni. 15.8.2007 10:00 Fleiri en HB Grandi hafa áhuga á Norðurgrandalóðinni Það eru fleiri fyrirtæki en HB Grandi sem hafa sýnt því áhuga að fá endalóðina á Norðurgranda til umráða. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að fjórir aðilar hafi sýnt lóðinni áhuga á síðustu mánuðum, þar á meðal tvö fiskvinnslufyrirtæki. 15.8.2007 09:37 Ljósmyndir af íslenskum börnum misnotaðar - lögreglan getur lítið gert Lögreglan athugar nú meinta misnotkun á ljósmyndum af íslenskum börnum sem upphaflega voru settar inn á vefsíðuna barnaland.is. Ljósmyndirnar enduðu á rússneskri heimasíðu þar sem meðal annars má finna barnaklám. Lögreglan segist hins vegar geta gert lítið í málinu þar sem rússneska síðan sé fyrir utan lögumráðasvæði hennar. 15.8.2007 09:26 Uxa- og bóndaganga á Austfjarðatröllinu Aflraunakeppnin Austfjarðatröllið 2007 hefst á morgun, fimmtudag og eru átta kraftakarlar skráðir til leiks. Auk hefðbundinna aflrauna munu keppendur keppa í nýstárlegum kraftgreinum eins og uxagöngu og bóndagöngu. Keppt verður víða á Austfjörðum en keppnin hefst á Vopnafirði á hádegi. 15.8.2007 09:12 Umferðartafir á móts við IKEA Miklar umferðatafir hafa myndast nú í morgun á Reykjanesbraut á móts við IKEA vegna malbikunarframkvæmda og má búast við töfum af þeim sökum næstu daga. 15.8.2007 09:06 Telja aflaverðmæti smábáta minnka um fjóra milljarða Landssamband smábátaeigenda áætlar að aflaverðmæti smábáta minnki um fjóra milljarða króna vegna þeirra ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að skerða þorskkvóta um þriðjung á næsta fiskveiðiári. 15.8.2007 08:30 Reykás ræður ekki við veiðina „Nei, við ráðum bara ekki við meira eins og er. Það hefur veiðst svo vel, sérstaklega úr Rangánum,“ segir Sigurbjörn Guðmundsson í Fiskiðjunni Reykási, þar sem fiskur er grafinn, reyktur og flakaður. 15.8.2007 06:00 Íslensk börn á barnaklámssíðu Myndir af íslenskum börnum má finna á erlendum barnaklámssíðum. Í tenglasafni ákveðinnar rússneskar síðu má finna tengla á myndir af íslenskum börnum, sem hýstar eru á vefsvæði Barnalands. Notendur Barnalands voru varaðir við þessu á spjallþræði á vefnum í gær. 15.8.2007 05:45 Vatnsverksmiðja rís strax Iceland Glacier Products efh og Snæfellsbær hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að fyrirtækið reisi vatnsverksmiðju á Rifi í Snæfellsbæ. Greint hafði verið frá fyrirætlunum um þetta í lok júlí, en beðið hefur verið eftir því að fyrirtækið uppfylli öll skilyrði bæjaryfirvalda, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. 15.8.2007 05:00 Maðurinn á batavegi Maðurinn sem hlaut alvarleg brunasár í gassprengingu í Fljótsdal 12. júlí er á batavegi og hefur verið útskrifaður af Landsspítalanum. Samkvæmt vakthafandi lækni á bruna- og lýtalækningadeild útskrifaðist maðurinn af deildinni viku eftir slysið. 15.8.2007 03:00 Peningum og fartölvum stolið Brotist var inn á fjórum stöðum í iðnaðarhverfi á Selfossi í fyrrinótt. Tveimur fartölvum, einhverjum peningum og öðrum smámunum var stolið, að sögn varðstjóra lögreglunnar á Selfossi. 15.8.2007 03:00 Yfir 300 manns rannsakaðir Þrír hafa greinst með berkla á Íslandi það sem af er ári. Þetta kemur fram í nýútkomnum Farsóttafréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis. 15.8.2007 02:00 Sjá næstu 50 fréttir
Skemma brann í Garðabæ Eldur kom upp í skemmu í Ránargrund í Garðabæ rétt eftir klukkan ellefu í kvöld. Slökkvilið hefur náð að slökkva eldinn og verið er að slá á glæðurnar. Um er að ræða bátageymslu sem mun vera í eigu Garðabæjar og hefur hún staðið ónotuð um nokkurn tíma. 15.8.2007 23:43
Fullt út úr dyrum í Salnum Fundur í Salnum í Kópavogi, sem íbúasamtökin Betri byggð á Kársnesi standa fyrir, er nú í fullum gangi. Gríðarlega góð mæting er á fundinum en um 400 manns hafa lagt leið sína á fundinn. 15.8.2007 22:04
Olíuhreinsistöð er lífsspursmál fyrir framtíð byggðar Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að olíuhreinsunarstöð í landi Hvestu í Arnarfirði myndi hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir samfélagið á Vestfjörðum og sé í raun lífsspursmál. Í dag samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að breyta skipulagi svæðisins þannig að leyfilegt er að byggja olíuhreinsistöð í Arnarfirði. 15.8.2007 21:50
Viðskiptaráðherra leitar að vistvænni bíl Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að nýr ráðherrabíll verði keyptur á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 nú í kvöld voru ráðherrabílarnir flokkaðir eftir því hve umhverfisvænir þeir eru og kom bíll Björgvins kom verst út. Bíllinn var áður ráðherrabíll landbúnaðarráðherra. Viðskiptaráðherra hefur hann aðeins til umráða þangað til nýr bíll verður keyptur. 15.8.2007 19:52
Íbúar á Kársnesi halda fund um skipulagsmál Íbúasamtökin Betri byggð á Kársnesi halda opinn fund um skipulagsmál nessins í kvöld. Fundurinn hefst klukkan átta og er hann haldinn í Salnum. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að markmið fundarins sé að gefa íbúum á Kársnesi „kost á að kynna sér nánar inntak þeirra skipulagsbreytinga sem standa fyrir dyrum.“ 15.8.2007 19:26
Ráðherrabílarnir misjafnlega umhverfisvænir Utanríkisráðherra er á umhverfisvænasta ráðherrabílnum. Ráðherrabíll flokksbróður hennar í viðskiptaráðuneytinu er fjandsamlegastur umhverfinu í bílaflota ráðherranna. Þrír ráðherrar eru komnir á tvinnbíla, en enginn þeirra getur lagt ókeypis í stæði í miðbænum - til þess eru bílar þeirra ekki nógu visthæfir. 15.8.2007 19:05
NATO sagði mikilvægt að reka íslenska loftvarnarkerfið áfram Atlantshafsbandalagið lagði ofuráherslu á að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram eftir að Bandaríkjamenn gæfu það frá sér. Íslendingar tóku í dag við rekstri fjögurra ratsjárstöðva og reka kerfið áfram sem hluta af evrópska loftvarnarkerfinu. 15.8.2007 19:02
Hátt í hundrað börn á biðlistum eftir svæfingu vegna tannviðgerða Um eitt hundrað börn á aldrinum þriggja til sex ára bíða nú eftir að komast í svæfingu vegna tannviðgerða á tannlæknastofum í Reykjavík. Slík þjónusta hefur ekki verið í boði í um það bil hálft ár vegna kjaradeilu svæfingarlækna og Tryggingastofnunar. 15.8.2007 19:01
Vill gegna starfi forstjóra áfram Forstjóri Ratsjárstofnunar, sem sagt var upp í gær, sækist eftir að gegna starfinu áfram. Hann vill opna reksturinn eins og hægt verður og tryggja gagnsæi hans nú þegar yfirráðum Bandaríkjamanna sleppir. 15.8.2007 18:59
Engin merki um gliðnun við Hálslón Öll umræða um hættu á að sprungur undir Hálslóni myndu gliðna við fyllingu Hálslóns voru óþarfar segir jarðeðlisfræðingur sem fylgst hefur náið með skjálftavirkni á svæðinu. Hann segir það hafa komið á óvart hve lítil áhrif lónsfyllingin hefur haft á sprungusvæðið. 15.8.2007 18:54
Eðlilegast að ljósleiðarar verði boðnir út Eðlilegast er að ljósleiðarakerfi Ratsjárstofnunar verði boðið út, segja fulltrúar símafyrirtækjanna. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. Alls eru átta ljósleiðarar á landinu og þar af þrír sem ríkið á. Þeir liggja um allt land en hafa fram til þessa eingöngu verið notaðir af Ratsjárstofnun. Nú þegar ríkið tekur verið rekstri stofnunarinnar hefur utanríkisráðherra líst þeirri skoðun að hluti af ljósleiðarakerfi ratsjárstofnunar verði nýttur til borgaralegra flutninga. 15.8.2007 18:51
Viðbótargreiðslur ná ekki til allra leikskólakennara Ekki stendur til að veita öllum leikskólakennurum Reykjavíkurborgar tímabundna launahækkun eftir að tillaga VG var samþykkt á fundi leikskólaráðs borgarinnar í dag. Sviðsstjóri leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að þeir leikskólar sem ekki hafi fullnýtt fjárveitingar sína fyrir þetta ár geti notað þá peninga til að greiða kennurum tímabundin viðbótarlaun kjósi þeir það. 15.8.2007 18:48
Grímseyjarferjuklúðrið ekki látið óátalið Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var. 15.8.2007 18:30
Sturla vill gefa Kristjáni svigrúm vegna Grímseyjarferju Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og fyrrverandi samgönguráðherra, ætlar ekki að tjá sig um svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var í gær. Sturla segir eðlilegt að núverandi samgönguráðherra, Kristján L. Möller, fái svigrúm til að vinna úr málinu. 15.8.2007 18:16
Sýslumaður og sendiráð mest framúr fjárlögum Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunnar um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári eru það sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli og sendiráð Íslands sem fara hvað mest framúr fjárlögum síðasta árs. Sýslumannsembættið með 59 milljón kr. halla og sendiráðin með 52 milljón kr. halla. Uppsafnaður halli sýslumannsembættisins nemur nú um 148 milljónum kr. og sendiráðanna um 129 milljónir kr. 15.8.2007 16:49
Fjögurra manna fjölskylda borgar 10 þúsund Það kostar fjögurra manna fjölskyldu rúmar 10 þúsund krónur að taka þátt í 10 kílómetra skokki í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer á laugardaginn. Glitnir niðurgreiðir ekki kostnað þátttakenda en greiðir fyrir markaðssetningu hlaupsins, að sögn Svövu Oddnýjar Ásgeirsdóttur, starfsmanns Reykjavíkurmaraþons. 15.8.2007 16:00
Ríkisendurskoðun gagnrýnir agaleysi í fjármálum ríkisstofnana "Ríkisendurskoðun gagnrýnir agaleysið sem einkennir framkvæmd fjárlaga og má bæði rekja til forstöðumanna stofnana og stjórnenda þeirra ráðuneyta sem þær heyra undir. Brýnt er að stofnanir og ráðuneyti sem hlut eiga að máli ráði sem fyrst bót á þessum vanda." 15.8.2007 15:59
Leikskólaráð samþykkir viðbótagreiðslur til leikskólakennara Reykjavíkurborg mun greiða tímabundin viðbótarlaun til leikskólakennara til að bregðast við manneklu á leikskólum. Tillaga vinstri grænna þessa efnis var samþykkt samhljóða á fundi leikskólaráð borgarinnar í dag. Heimild er fyrir slíkar viðbótargreiðslur í kjarasamningum til að standa vörð um faglegt starf leikskóla í borginni. 15.8.2007 15:46
Foreldrar þurfa að skoða Mattel leikföng Nýverið uppgötvuðust gallar í leikföngum frá Mattel. Annars vegar er um að ræða að í nokkrum leikföngum eru smáir og sterkir seglar og hins vegar er hægt að finna blý í málningu á nokkrum leikföngum. Gallinn uppgötvaðist hjá Mattel enda er fyrirtækið með gott gæðaeftirlitskerfi og voru viðbrögð þess þau að afturkalla allar gallaðar vörur strax. 15.8.2007 15:05
Lofar að skoða mál Evu Rutar Þorsteinn Hjartarson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, segir að sitt starfsfólk kappkosti við að veita viðskiptavinum sínum góða og skjóta þjónustu. Hann kannast ekki við að fólki sé neitað þjónustu um viðtöl og hefur hann ekki fengið tilkynningar þess efnis. Hann lofar því að mál Evu Rutar verði skoðað. 15.8.2007 14:51
Þingkona sækir um veitingavagn “Þetta er ekki ég heldur dóttir mín Hólmfríður sem hefur hug á að vera með færanlegan veitingavagn á hafnarsvæðinu,” segir Guðfinna S. Bjarnadóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins. Í fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá í gærdag er greint frá því að Hólmfríður Vilhjálmsdóttir og Guðfinna Bjarnadóttir hafi sent inn erindi til hafnarstjórnar í síðasta mánuði um stöðuleyfi fyrir veitingavagn. 15.8.2007 13:44
Eva Rut kasólétt og býr í tjaldi í Laugardal Eva Rut Bragadóttir er ólétt og komin 34 vikur á leið. Hún er heimilislaus og býr í tjaldi í Laugadalnum. Stundum fær hún þó inni hjá Hjálpræðishernum. Eva Rut, sem er 24 ára og hefur neytt fíkniefna frá því að hún var 13 ára, óttast um fóstrið og segir félagsmálayfirvöld ekki hafa sinnt sér vegna sumarleyfa. 15.8.2007 13:32
Útflutningsverðmæti Becromal sambærilegt við það sem fiskvinnslufyrirtækin áorka Össur Skarphéðinsson segir ekki ólíklegt að útflutningsverðmæti framleiðslu ítalska hátæknifyrirtækisins Becromal á aflþynnum verði sambærilegt við það sem fiskvinnslufyrirtækin á Akureyri áorka í dag. Fyrirtækið undirritaði í dag samning við Landsvirkjun um umfangsmikil raforkukaup til framleiðslunnar og einnig við Akureyrarbæ um lóð og aðstöðu. 15.8.2007 13:22
Vilja úttekt á aðgengi fyrir fatlaða í nýrri Grímseyjarferju Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur sent samgönguráðherra, vegamálastjóra og siglingamálastjóra erindi þar sem þess er krafist að aðgengi og öryggi fyrir alla verði tryggt í nýrri Grímseyjarferju. 15.8.2007 13:09
Selja vatn á Bandaríkja- og Bretlandsmarkað Byrjað verður að reisa vatnsverksmiðju á Rifi á Snæfellsnesi í næsta mánuði og en reiknað er með að hún muni skapa um 50 störf. Vatnið verður flutt út frá Rifi bæði til Bretlands og Bandaríkjanna. 15.8.2007 12:46
Íslenska loftvarnakerfið undir það evrópska innan nokkurra vikna Íslenska loftvarnarkerfið verður hluti þess evrópska innan fárra vikna. Íslendingar taka við rekstri fjögurra ratsjárstöðva sem því tengjast úr höndum Bandaríkjamanna í dag. NATO leggur mikla áherslu á að rekstri þess verði haldið áfram líkt og íslensk stjórnvöld hafa ákveðið. 15.8.2007 12:38
Höfnuðu írsku ferjunni oftar en einu sinni Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa hafnað írsku ferjunni, Oliean Arann, oftar en einu sinni og komið þeim skilaboðum til bæði Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins. Hann segir fulltrúa Grímseyjar einnig hafa varað báðar stofnanir við því að kostnaður við viðgerð yrði mun meiri en áætlað var - enda hafi skipið litið hrikalega út. 15.8.2007 12:36
Hagkaup innkallar leikfangabíla frá Mattel Hagkaup hefur innkallað ákveðna tegund leikfangabíls sem leikfangarisinnn Mattell framleiddi. Um er að ræða svokallaðan Cars Sarge bíl og eru allir sem keyptu slíkan bíl, bæði stakan og í pakkningu með öðrum bíl á tímabilinu maí til dagsins í dag, beðnir um að skila honum strax í næstu verslun Hagkaupa. 15.8.2007 11:36
Iceland Express flýgur til Barcelona Iceland Express mun fljúga til Barcelona í vetur og hefst sala á hádegi þann 16. ágúst. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, á tímabilinu frá 9. nóvember til loka maí að undanskildu hléi frá miðjum desember fram til 1. febrúar. 15.8.2007 10:50
Nýtt hátæknifyrirtæki á Akureyri Ítalska hátæknifyrirtækið Becromal mun hefja starfsemi á Akureyri á næstunni og mun fyrsti áfangi verksmiðjunnar skapa um 40-50 ný störf. Áætlað er að verksmiðjan muni rísa á næstu tveimur árum. 15.8.2007 10:49
Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést í bílslysi á Þorlákshafnarvegi í fyrrakvöld hét Jóhannes Örn Guðmundsson og var til heimilis að Setbergi 12, Þorlákshöfn. Jóhannes var 41 árs og lætur eftir sig tvö börn, 20 ára og 5 ára. 15.8.2007 10:43
Sýslumenn kostuðu meir en gert var ráð fyrir Á fundi fjárlaganefndar síðdegis í dag verður rætt um skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2006. Þar kemur fram hvernig ríkisstofnanir hafa haldið sig innan fjárlaga. Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar segir að nýlundan í skýrslunni sé væntanlega sú að dómsmálaráðuneytið fari nokkuð framúr fjárlögum og sé það einkum sökum þess að sameining og breytingar á sýslumannsembættum hafi kostað meir en gert var ráð fyrir á síðasta ári. 15.8.2007 10:37
Kvikmyndagerðarmenn vilja fund með útvarpstjóra Hjálmtýr Heiðdal formaður Félags kvikmyndagerðarmanna segir að FK vilji fá fund með útvarpstjóra hið fyrsta. Á fundi FK í vikunni var m.a. rætt um þjónustusamning þann sem menntamálaráðherra gerði við RUV um framleiðslu á innlendu efni. Á fundinum kom fram að félagsmenn FK telja ófært að óvissa ríki um útfærslu á samningnum og eftirlit með honum. 15.8.2007 10:03
Keilir afhenti fyrstu íbúðirnar í morgun Keilir afhenti tilvonandi nemendum sínum fyrstu íbúðirnar á háskólasvæðinu í morgun. Skólastarf hefst þann 27. ágúst næstkomandi. Þegar hafa verið leigðar út um 300 íbúðir en 30 nýjum íbúðum hefur verið bætt við þann fjölda síðustu daga og verðum þeim úthlutað á næstunni. 15.8.2007 10:00
Fleiri en HB Grandi hafa áhuga á Norðurgrandalóðinni Það eru fleiri fyrirtæki en HB Grandi sem hafa sýnt því áhuga að fá endalóðina á Norðurgranda til umráða. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að fjórir aðilar hafi sýnt lóðinni áhuga á síðustu mánuðum, þar á meðal tvö fiskvinnslufyrirtæki. 15.8.2007 09:37
Ljósmyndir af íslenskum börnum misnotaðar - lögreglan getur lítið gert Lögreglan athugar nú meinta misnotkun á ljósmyndum af íslenskum börnum sem upphaflega voru settar inn á vefsíðuna barnaland.is. Ljósmyndirnar enduðu á rússneskri heimasíðu þar sem meðal annars má finna barnaklám. Lögreglan segist hins vegar geta gert lítið í málinu þar sem rússneska síðan sé fyrir utan lögumráðasvæði hennar. 15.8.2007 09:26
Uxa- og bóndaganga á Austfjarðatröllinu Aflraunakeppnin Austfjarðatröllið 2007 hefst á morgun, fimmtudag og eru átta kraftakarlar skráðir til leiks. Auk hefðbundinna aflrauna munu keppendur keppa í nýstárlegum kraftgreinum eins og uxagöngu og bóndagöngu. Keppt verður víða á Austfjörðum en keppnin hefst á Vopnafirði á hádegi. 15.8.2007 09:12
Umferðartafir á móts við IKEA Miklar umferðatafir hafa myndast nú í morgun á Reykjanesbraut á móts við IKEA vegna malbikunarframkvæmda og má búast við töfum af þeim sökum næstu daga. 15.8.2007 09:06
Telja aflaverðmæti smábáta minnka um fjóra milljarða Landssamband smábátaeigenda áætlar að aflaverðmæti smábáta minnki um fjóra milljarða króna vegna þeirra ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að skerða þorskkvóta um þriðjung á næsta fiskveiðiári. 15.8.2007 08:30
Reykás ræður ekki við veiðina „Nei, við ráðum bara ekki við meira eins og er. Það hefur veiðst svo vel, sérstaklega úr Rangánum,“ segir Sigurbjörn Guðmundsson í Fiskiðjunni Reykási, þar sem fiskur er grafinn, reyktur og flakaður. 15.8.2007 06:00
Íslensk börn á barnaklámssíðu Myndir af íslenskum börnum má finna á erlendum barnaklámssíðum. Í tenglasafni ákveðinnar rússneskar síðu má finna tengla á myndir af íslenskum börnum, sem hýstar eru á vefsvæði Barnalands. Notendur Barnalands voru varaðir við þessu á spjallþræði á vefnum í gær. 15.8.2007 05:45
Vatnsverksmiðja rís strax Iceland Glacier Products efh og Snæfellsbær hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að fyrirtækið reisi vatnsverksmiðju á Rifi í Snæfellsbæ. Greint hafði verið frá fyrirætlunum um þetta í lok júlí, en beðið hefur verið eftir því að fyrirtækið uppfylli öll skilyrði bæjaryfirvalda, að því er fram kemur á vef Skessuhorns. 15.8.2007 05:00
Maðurinn á batavegi Maðurinn sem hlaut alvarleg brunasár í gassprengingu í Fljótsdal 12. júlí er á batavegi og hefur verið útskrifaður af Landsspítalanum. Samkvæmt vakthafandi lækni á bruna- og lýtalækningadeild útskrifaðist maðurinn af deildinni viku eftir slysið. 15.8.2007 03:00
Peningum og fartölvum stolið Brotist var inn á fjórum stöðum í iðnaðarhverfi á Selfossi í fyrrinótt. Tveimur fartölvum, einhverjum peningum og öðrum smámunum var stolið, að sögn varðstjóra lögreglunnar á Selfossi. 15.8.2007 03:00
Yfir 300 manns rannsakaðir Þrír hafa greinst með berkla á Íslandi það sem af er ári. Þetta kemur fram í nýútkomnum Farsóttafréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis. 15.8.2007 02:00