Innlent

Peningum og fartölvum stolið

Brotist var inn á fjórum stöðum í iðnaðarhverfi á Selfossi í fyrrinótt. Tveimur fartölvum, einhverjum peningum og öðrum smámunum var stolið, að sögn varðstjóra lögreglunnar á Selfossi.

Innbrotin voru augljóslega skipulögð, þar sem þjófarnir virðast hafa haft tól meðferðis til að spenna upp hurðir. Þeir komust inn í byggingarnar um glugga og þurftu að brjóta suma.

Staðirnir fjórir eru nálægt hver öðrum og segir varðstjóri það benda til þess að sami eða sömu þjófar hafi verið að verki. Enginn er grunaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×