Ráðherrabílarnir misjafnlega umhverfisvænir Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 15. ágúst 2007 19:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er á umhverfisvænasta ráðherrabílnum. Ráðherrabíll flokksbróður hennar í viðskiptaráðuneytinu er fjandsamlegastur umhverfinu í bílaflota ráðherranna. Þrír ráðherrar eru komnir á tvinnbíla, en enginn þeirra getur lagt ókeypis í stæði í miðbænum - til þess eru bílar þeirra ekki nógu visthæfir. Fyrir fáeinum dögum ræddi fréttastofa við talsmenn leigubílastöðvar sem ætla að vistvæða flotann sinn - en þeir hvöttu stjórnvöld til að taka frumkvæði í vistvæðingu bíla. Skemmst er frá því að segja að það hafa fæstir ráðherranna gert. Orkusetrið á Akureyri reiknaði út fyrir fréttastofu í dag hversu mengandi ráðherraflotinn er. Í ljós kom að utanríkisráðherra sem er á nýjum Lexus tvinnbíl er á vistvænasta bílnum - sem blæs út í andrúmsloftið 186 grömmum af koltvísýringi á kílómetrann. Hann gengir fyrir rafmagni og bensíni. Það þykir þó ekkert sérlega til fyrirmyndar því vistvænustu bílar fáanlegir á Íslandi í dag blása rétt rúmum 100 grömmum af koltvísýringi, toyota prius. Á slíkum bíl, segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkusetursins, ættu allir að vera á, hann sé fyllilega nógu stór fyrir meðalfjölskyldu og meðalráðherra. Fast á hæla Ingibjargar Sólrúnar koma umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra sem líka aka um á Lexus tvinnbílum. Í þriðja sæti er félagsmálaráðherra á Hondu CRV. Þegar hér er komið sögu í bílaflotanum verður hann svartari. Allir hinir átta ráðherrabílarnir spúa meiru en 200 grömmum af koltvísýringi út í andrúmsloftið á kílómetrann. Sigurður hjá Orkusetri segir að slíkir bílar ættu að tilheyra fortíðinni. En í fjórða sæti er dóms- og kirkjumálaráðherra á Benz, forsætisráðherra á BMW, fjármálaráðherra líka, samgönguráðherra er á land cruiser eins og sjávarútvegsráðherra, iðnaðarráðherra er á BMW í sjöunda sæti, menntamálaráðherra vermir næstneðsta sætið en mesti umhverfissóðinn í ráðherraliðinu er Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er á umhverfisvænasta ráðherrabílnum. Ráðherrabíll flokksbróður hennar í viðskiptaráðuneytinu er fjandsamlegastur umhverfinu í bílaflota ráðherranna. Þrír ráðherrar eru komnir á tvinnbíla, en enginn þeirra getur lagt ókeypis í stæði í miðbænum - til þess eru bílar þeirra ekki nógu visthæfir. Fyrir fáeinum dögum ræddi fréttastofa við talsmenn leigubílastöðvar sem ætla að vistvæða flotann sinn - en þeir hvöttu stjórnvöld til að taka frumkvæði í vistvæðingu bíla. Skemmst er frá því að segja að það hafa fæstir ráðherranna gert. Orkusetrið á Akureyri reiknaði út fyrir fréttastofu í dag hversu mengandi ráðherraflotinn er. Í ljós kom að utanríkisráðherra sem er á nýjum Lexus tvinnbíl er á vistvænasta bílnum - sem blæs út í andrúmsloftið 186 grömmum af koltvísýringi á kílómetrann. Hann gengir fyrir rafmagni og bensíni. Það þykir þó ekkert sérlega til fyrirmyndar því vistvænustu bílar fáanlegir á Íslandi í dag blása rétt rúmum 100 grömmum af koltvísýringi, toyota prius. Á slíkum bíl, segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkusetursins, ættu allir að vera á, hann sé fyllilega nógu stór fyrir meðalfjölskyldu og meðalráðherra. Fast á hæla Ingibjargar Sólrúnar koma umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra sem líka aka um á Lexus tvinnbílum. Í þriðja sæti er félagsmálaráðherra á Hondu CRV. Þegar hér er komið sögu í bílaflotanum verður hann svartari. Allir hinir átta ráðherrabílarnir spúa meiru en 200 grömmum af koltvísýringi út í andrúmsloftið á kílómetrann. Sigurður hjá Orkusetri segir að slíkir bílar ættu að tilheyra fortíðinni. En í fjórða sæti er dóms- og kirkjumálaráðherra á Benz, forsætisráðherra á BMW, fjármálaráðherra líka, samgönguráðherra er á land cruiser eins og sjávarútvegsráðherra, iðnaðarráðherra er á BMW í sjöunda sæti, menntamálaráðherra vermir næstneðsta sætið en mesti umhverfissóðinn í ráðherraliðinu er Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira