Innlent

Lofar að skoða mál Evu Rutar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þjónustumiðstöð Breiðholts mun skoða mál Evu Rutar.
Þjónustumiðstöð Breiðholts mun skoða mál Evu Rutar. Mynd/ Stöð 2
Þorsteinn Hjartarson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, segir að sitt starfsfólk kappkosti við að veita viðskiptavinum sínum góða og skjóta þjónustu. Hann kannast ekki við að fólki sé neitað þjónustu um viðtal og hefur hann ekki fengið tilkynningar þess efnis. Hann lofar því að mál Evu Rutar verði skoðað.

Þorsteinn segir að alltaf sé vakthafandi ráðgjafi sem sinni öllum erindum og ef fólk er óánægt með þjónustu eða þau svör sem það fær þá geti það alltaf snúið sér til stjórnenda.á Þjónustumiðstöðinni.

Vísir sagði í dag frá Evu Rut Bragadóttur sem er ólétt og komin 34 vikur á leið. Hún er heimilislaus og býr í tjaldi í Laugadalnum. Hún segir félagsmálayfirvöld ekki hafa sinnt sér vegna sumarleyfa.

Tengdar fréttir

Eva Rut kasólétt og býr í tjaldi í Laugardal

Eva Rut Bragadóttir er ólétt og komin 34 vikur á leið. Hún er heimilislaus og býr í tjaldi í Laugadalnum. Stundum fær hún þó inni hjá Hjálpræðishernum. Eva Rut, sem er 24 ára og hefur neytt fíkniefna frá því að hún var 13 ára, óttast um fóstrið og segir félagsmálayfirvöld ekki hafa sinnt sér vegna sumarleyfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×