Innlent

Fleiri en HB Grandi hafa áhuga á Norðurgrandalóðinni

Gísli Gíslason: Fleiri en HB Grandi sýna lóðinni áhuga.
Gísli Gíslason: Fleiri en HB Grandi sýna lóðinni áhuga.

Það eru fleiri fyrirtæki en HB Grandi sem hafa sýnt því áhuga að fá endalóðina á Norðurgranda til umráða. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að fjórir aðilar hafi sýnt lóðinni áhuga á síðustu mánuðum, þar á meðal tvö fiskvinnslufyrirtæki.

Fiskvinnslufyrirtækin tvö sem sýnt hafa lóðinni áhuga eru annarsvegar Fiskkaup í eigu Jóns Ásbjörnssonar og Brim í eigu Guðmundar Kristjánssonar. Brim keypti í vetur fiskvinnsluhús Fiskkaupa sem fluttu vinnslu sína á Miðbakkann í kjölfarið.

Gísli Gíslason segir að einungis hafi verið um fyrirspurnir að ræða af hálfu þessara aðila og ekki séu áformaðar neinar viðræður við þá um málið. Viðræður við HB Granda hefjast hinsvegar á næstu dögum eins og fram hefur komið á Vísi. Aðrir sem sýnt hafa lóðinni áhuga eru ekki í fiskvinnslu en stunda starfsemi við höfnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×