Innlent

Leikskólaráð samþykkir viðbótagreiðslur til leikskólakennara

Leikskólakennarar fá tímabundnar viðbótargreiðslur.
Leikskólakennarar fá tímabundnar viðbótargreiðslur. MYND/GVA

Reykjavíkurborg mun greiða tímabundin viðbótarlaun til leikskólakennara til að bregðast við manneklu á leikskólum. Tillaga vinstri grænna þessa efnis var samþykkt samhljóða á fundi leikskólaráð borgarinnar í dag. Heimild er fyrir slíkar viðbótargreiðslur í kjarasamningum til að tryggja faglegt starf leikskóla í borginni.

Fram kemur í tilkynningu frá borgarflokki Vinstri grænna að tímbabundin viðbótarlaun séu farvegur fyrir greiðslur til leikskólakennara vegna ýmissa aðstæðna til dæmis markaðs- og samkeppnisaðstæðna. Með því að nýta þessa heimild geti Reykjavíkurborg lagt sitt af mörkum til að standa vörð um og efla það starf sem unnið er í leikskólum Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×