Innlent

Eðlilegast að ljósleiðarar verði boðnir út

Eðlilegast er að ljósleiðarakerfi Ratsjárstofnunar verði boðið út, segja fulltrúar símafyrirtækjanna. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. Alls eru átta ljósleiðarar á landinu og þar af þrír sem ríkið á. Þeir liggja um allt land en hafa fram til þessa eingöngu verið notaðir af Ratsjárstofnun. Nú þegar ríkið tekur verið rekstri stofnunarinnar hefur utanríkisráðherra líst þeirri skoðun að hluti af ljósleiðarakerfi ratsjárstofnunar verði nýttur til borgaralegra flutninga.

Með því myndi gagnaflutningsgetan innanlands aukast um allt að 60 prósent. Fram til þessa hefur síminn séð um viðhald og rekstur á ljósleiðarunum en nú verið að fara yfir það hvernig hægt er að flýta því að almenningur fái aðgang að kerfinu og er meðal annars verið að ræða við Símann vegna samninga sem Síminn gerði með sér við Bandaríkin á sínum tíma. Mörg fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að fá aðgang að ljósleiðurunum og í samtali við fréttastofu í dag sögðu fulltrúar símafyrirtækjanna það alveg klárt að eðlilegast væri að kerfið færi í útboð. Engin önnur leið væri sanngjörn.

Utanríkisráðherrra útilokaði ekki, í samtali við fréttastofu, að svo verði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×