Eva Rut kasólétt og býr í tjaldi í Laugardal Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. ágúst 2007 13:32 Eva Rut hefur verið heimilislaus í tvo mánuði. Mynd/ Stöð 2 Eva Rut Bragadóttir er ólétt og komin 34 vikur á leið. Hún er heimilislaus og býr í tjaldi í Laugadalnum. Stundum fær hún þó inni hjá Hjálpræðishernum. Eva Rut, sem er 24 ára og hefur neytt fíkniefna frá því að hún var 13 ára, óttast um fóstrið og segir félagsmálayfirvöld ekki hafa sinnt sér vegna sumarleyfa. „Ég fæ oft samdráttarverki sem eru mjög óþægilegir, sérstaklega þegar ég ligg í tjaldinu. Ég á ekki í önnur hús að venda nema þegar ég kemst inn hjá Hjálpræðishernum. Ég óttast um fóstrið enda eru þetta ekki mannsæmandi aðstæður fyrir unga konu," segir Eva Rut sem von á sér í byrjun október. Hún heimsækir pabba sinn reglulega en hann getur ekki veitt henni varanlegt húsaskjól. Hún ber félagsmálayfirvöldum ekki fagra söguna. „Ég hef verið í sambandi við fjölmarga félagsráðgjafa. Þjónustumiðstöðin í Breiðholti hafði lofað mér íbúð fyrir 3. ágúst en við það hefur ekki verið staðið. Svörin sem ég fæ eru að það séu allir í sumarfríi," segir Eva Rut, sem fékk ekki einu sinni að hitta félagsráðgjafann sinn þar sem hann var of upptekinn. Ísland í dag ræddi við Evu Rut fyrir tveimur mánuðum. Þá hafði hún ekki borðað í einn og hálfan sólarhring og var á leiðinni á götuna. Hún hætti að neyta fíkniefna á tuttugustu viku meðgöngunnar en systir hennar, Theódóra Bragadóttir, óttast að hún geti misst fótanna á nýjan leik. „Hún er búin að standa sig eins og hetja, hefur farið í skoðanir hjá læknum og haldið sig frá fíkniefnum," segir Theódóra. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Eva Rut Bragadóttir er ólétt og komin 34 vikur á leið. Hún er heimilislaus og býr í tjaldi í Laugadalnum. Stundum fær hún þó inni hjá Hjálpræðishernum. Eva Rut, sem er 24 ára og hefur neytt fíkniefna frá því að hún var 13 ára, óttast um fóstrið og segir félagsmálayfirvöld ekki hafa sinnt sér vegna sumarleyfa. „Ég fæ oft samdráttarverki sem eru mjög óþægilegir, sérstaklega þegar ég ligg í tjaldinu. Ég á ekki í önnur hús að venda nema þegar ég kemst inn hjá Hjálpræðishernum. Ég óttast um fóstrið enda eru þetta ekki mannsæmandi aðstæður fyrir unga konu," segir Eva Rut sem von á sér í byrjun október. Hún heimsækir pabba sinn reglulega en hann getur ekki veitt henni varanlegt húsaskjól. Hún ber félagsmálayfirvöldum ekki fagra söguna. „Ég hef verið í sambandi við fjölmarga félagsráðgjafa. Þjónustumiðstöðin í Breiðholti hafði lofað mér íbúð fyrir 3. ágúst en við það hefur ekki verið staðið. Svörin sem ég fæ eru að það séu allir í sumarfríi," segir Eva Rut, sem fékk ekki einu sinni að hitta félagsráðgjafann sinn þar sem hann var of upptekinn. Ísland í dag ræddi við Evu Rut fyrir tveimur mánuðum. Þá hafði hún ekki borðað í einn og hálfan sólarhring og var á leiðinni á götuna. Hún hætti að neyta fíkniefna á tuttugustu viku meðgöngunnar en systir hennar, Theódóra Bragadóttir, óttast að hún geti misst fótanna á nýjan leik. „Hún er búin að standa sig eins og hetja, hefur farið í skoðanir hjá læknum og haldið sig frá fíkniefnum," segir Theódóra.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira