Innlent

Foreldrar þurfa að skoða Mattel leikföng

Hagkaup vilja að fólk kanni leikföng í fórum barna sinna.
Hagkaup vilja að fólk kanni leikföng í fórum barna sinna.
Nýverið uppgötvuðust gallar í leikföngum frá Mattel. Annars vegar er um að ræða að í nokkrum leikföngum eru smáir og sterkir seglar og hins vegar er hægt að finna blý í málningu á nokkrum leikföngum. Gallinn uppgötvaðist hjá Mattel enda er fyrirtækið með gott gæðaeftirlitskerfi og voru viðbrögð þess þau að afturkalla allar gallaðar vörur strax.

Hagkaup hefur sent frá sér tilkynningu og vilja benda foreldrum og öðrum aðstandendum barna á að yfirfara vel hvort börn þeirra þau leikföng sem um ræðir en lista yfir þau má sjá með að smella á tengilinn hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×