Innlent

Viðskiptaráðherra leitar að vistvænni bíl

MYND/Pjetur

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að nýr ráðherrabíll verði keyptur á næstunni. Í fréttum Stöðvar 2 nú í kvöld voru ráðherrabílarnir flokkaðir eftir því hve umhverfisvænir þeir eru. Bíll Björgvins kom verst út úr þeirri upptalningu. Björgvin segir hins vegar að um sé að ræða bíl sem áður var ráðherrabíll landbúnaðarráðherra. Viðskiptaráðherra hafi hann aðeins til umráða þangað til nýr bíll verði keyptur.

 

Bíllinn sem um ræðir er af gerðinni Mercedes Benz 350. „Við höfum hafnað því að nota þennan bíl til frambúðar og höfum verið að reynsluaka öðrum bílum," segir Björgvin í samtali við Vísi. Hann segir að við kaup á nýjum bíl verði að sjálfsögðu haft að leiðarljósi hversu umhverfisvænn hann er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×