Innlent

Maðurinn á batavegi

Maðurinn sem hlaut alvarleg brunasár í gassprengingu í Fljótsdal 12. júlí er á batavegi og hefur verið útskrifaður af Landsspítalanum. Samkvæmt vakthafandi lækni á bruna- og lýtalækningadeild útskrifaðist maðurinn af deildinni viku eftir slysið. Hann er nú kominn í meðferð á göngudeild á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Maðurinn var í lífshættu um tíma eftir slysið vegna þeirra alvarlegu áverka sem hann hlaut. Batahorfur hans eru góðar en þó á eftir að koma í ljós hvort hann nær sér að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×