Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að ratsjárstöðvakerfið virki Forsætisráðherra segir ekki rétt að hluti íslenska ratsjárstöðvarkerfisins gagnist ekki, þar sem kerfið í heild sinni sé forsenda heræfinga og lofteftirlits erlendra ríkja hér við land. Hann segir að á næstu vikum og mánuðum verði unnið að nánari útfærslu á rekstri ratsjárstöðvanna, en Íslendingar taka við rekstri þeirra eftir 5 daga. 10.8.2007 18:47 Deiliskipulagi fyrir HB Granda nýlega breytt Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hætta allir fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes. Stjórnarformaður Faxaflóahafna segir ákvörðunina koma sér á óvart þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu þrýst á að fá stærra svæði undir starsemi sína á Norðurgarðinum og deiliskipulaginu var breytt miðað við það síðastliðið vor. 10.8.2007 18:46 Umdeild mannvirki eins og virkjanir hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir að gríðarleg tækifæri í ferðaþjónustu geti falist í þeim stöðum sem verða til við umdeildar framkvæmdir einsog við byggingu virkjana á borð við þá við Kárahnjúka. 10.8.2007 18:45 Impreglio vill gefa Ómari Ragnarssyni skýli undir Örkina að skilnaði Þorpið við Kárahnjúka er til sölu en það getur hýst hátt á annað þúsund manns. Þeir sem geta flutt það í heilu lagi í burtu fá það nánast ókeypis. Impreglio vill gefa Ómari Ragnarssyni skýli undir Örkina að skilnaði. 10.8.2007 18:45 Hreinsunarstarfi að ljúka á Hálsabraut Hreinsunarstarfi er að ljúka á Hálsabraut í Reykjavík. Olíuleki kom upp á sjötta tímanum í kvöld. Umferðaróhapp varð þegar bíll rann í olíunni og hafnaði á ljósastaur. Þá urðu talsverðar umferðartafir á staðnum. Lögregla og starfsmenn borgarinnar unnu að því að hreinsa lekann upp. 10.8.2007 17:52 Geir til Skotlands með Rótarý Geir Haarde, forsætisráðherra, fer fremstur í flokki íslenskra rótarý félaga í heimsókn þeirra til Skotlands í næstu viku. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC er greint frá því að von sé á 50 íslenskum rótarý meðlimum úr Rótarý klúbbnum Miðborgu. Þarlendir rótarý félagar munu taka á móti hópnum og hafa skoðunaferðir verið skipulagðar til markverðustu staða svæðisins. 10.8.2007 16:34 Reykvísk börn fá Frístundakort Um næstu mánaðarmót fá tæplega 20 þúsund börn á aldrinum 6 til 18 ára með lögheimili í Reykjavík rétt til þáttöku í íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfssemi þegar Frístundakortin svokölluðu verða innleidd. 10.8.2007 15:50 Dagur hissa á að Björn Ingi komi af fjöllum Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn furðar sig á því að Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður Faxaflóahafna komi af fjöllum hvað varðar flutning HB Granda upp á Akranes. "Hafi engin samtöl átt sér stað milli meirihluta borgarstjórnar og lykilfyrirtækja í sjávarútvegi um viðbrögð við niðurskurði aflaheimilda er það með ólíkindum," segir Dagur í pósti til vísir.is 10.8.2007 15:19 Óbreytt líðan eftir slys í Kópavogslaug Líðan drengsins sem fannst meðvitundarlaus í Sundlaug Kópavogs þann 26. apríl síðastliðinn er óbreytt. Pétur Lúðvígsson, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins segir drenginn, sem er fimmtán ára gamall, ekki enn vera kominn til meðvitundar. Lögregla lauk rannsókn sinni á málinu í júní og enn er allt á huldu um tildrög slyssins. 10.8.2007 14:48 Faðmlagakennsla á ástarviku Faðmlagakennsla er meðal þess sem í boði er á hinni árlegu ástarviku á Bolungarvík sem hefst núna á sunnudag en þessi hátíð hefur notið vaxandi vinsælda síðan henni var komið á laggirnar fyrir fjórum árum. "Við búumst við fjölda af elskulegu fólki í ár eins og síðustu ár," segir Birna Hjaltalín Pálmadóttir framkvæmdastjóri ástarvikunnar. 10.8.2007 14:22 Veiðimenn björguðu björgunarsveitinni Eins og Vísir greindi frá í morgun þá sökk Patrol-bifreið Björgunarsveitarinnar Kyndils við Langasjó þegar verið var að aðstoða ferðamenn yfir vatnið. Ekki fór betur en svo að bíllinn sökk í sand í fjörunni. Veiðimenn sem staddir voru á svæðinu komu björgunarsveitarmönnunum til bjargar. 10.8.2007 14:00 Byggja hátt í 200 hús og þjónustumiðstöð í Lettlandi Athafnamaðurinn Þorsteinn Steingrímsson, ásamt tveimur öðrum íslenskum fjárfestum, er nú að byggja hátt í 200 einbýlis og raðhús ásamt þjónustumiðstöð í Riga höfuðborg Lettlands. Þorsteinn segir að þeir hafi fengið 20 hektara landi úthlutað undir þessar framkvæmdir í einu af úthverfum borgarinnar. 10.8.2007 13:42 Og fjarskipti mega krefjast greiðslu vegna hlerunar Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Og fjarskiptum, sem nú heitir Vodafone, hafi verið heimilt að krefja embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um greiðslu vegna reikninga sem eru tilkomnir vegna beiðna um hlerun. 10.8.2007 12:56 Bæjarstjóri býður fram sáttahönd Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segist hafa ákveðið að takmarka aðgang ungmenna á aldrinum 18-23 ára að tjaldstæðum bæjarins um verslunarmannahelgina af illri nauðsyn. Hún hvetur til sátta í málinu og aðstandandi undirskriftasöfnunar gegn meirihluta bæjarstjórnar segist reiðubúinn að ræða við bæjarstjóra. 10.8.2007 12:45 Ákvörðun HB Granda kemur verulega á óvart Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir að ákvörðun HB Granda um flutning á fiskvinnslu sinni til Akranes komi verulega á óvart. „Við erum nýbúnir að breyta deiliskipulaginu á Norðurgarði í Örfirsey að þeirra óskum. Og nú fæ ég bréf um að þeir ætli í burtu," segir Björn Ingi. 10.8.2007 12:44 Fleiri þúsund fermetrar inn á fasteignamarkaðinn Reikna má með fleiri þúsund fermetrar flæði inn á markaðinn þegar vinnubúðir Impreglio verða settar í sölu á næstunni. Mestu flutningar fólks á landinu standa nú yfir frá því í Vestmannaeyjagosinu 1973. 10.8.2007 12:34 Vélin spann hálfhring skömmu fyrir lendingu Flugkennari og nemi hans þykja hafa sloppið furðuvel þegar þeir þurftu að nauðlenda flugvél sinni í Kapelluhrauni suður af Straumsvík laust eftir klukkan sjö í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefnd flugslysa voru þeir við hægflugsæfingu á svokölluðu Suðursvæði. 10.8.2007 12:30 Skjálftar mælast við Herðubreiðartögl Engin skjálftahrina hefur komið við Upptyppinga síðan í fyrradag en einhverjir skjálftar hafa þó mælst á svæðinu. Flestir skjálftanna sem nú mælast norðan Vatnajökuls eru við Herðubreiðartögl aðeins suður af Herðubreiðarlindum. 10.8.2007 12:23 Eingöngu 116 einstaklingar greiða fjármagnstekjuskatt 2381 einstaklingur og 150 hjón voru ekki með neinar aðrar tekjur en fjármagnstekjur á síðasta ára og greiða því ekki tekjuskatt. Af þeim greiddu eingöngu 116 einstaklingar og 51 hjón fjármagnstekjuskatt, hinir greiða enga skatta. 10.8.2007 12:22 Ekki kemur til fjöldauppsagna hjá HB Granda Ekki kemur til fjöldauppsagna hjá sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda í tengslum við þá ákvörðun stjórnar fyrirtækisins að hætta allri fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes þar sem nýtt fiskiðjuver verður reist. 10.8.2007 12:12 Eiga ekki að ná sér í tekjur með seðilgjöldum Viðskiptaráðherra segir bankana og fjármálastofnanir ekki eiga að ná sér í tekjur með seðilgjöldum. Hann segir seðilgjöldin verða skoðuð á næstunni samhliða öðrum málum sem lúta að neytendum. 10.8.2007 12:11 Stakk sér út í grunnu laugina Karlmaður um þrítugt slasaðist á höfði þegar hann hugðist fá sér sundsprett í Breiðholtslaug í gærkvöld. Að sögn lögreglu stakk maðurinn sér til sunds í grynnri enda laugarinnar og rak höfuðið í botninn. Hann fékk skurð á ennið og stóra kúlu að auki. Sundlaugargesturinn var fluttur á slysadeild en hann þykir samt hafa sloppið nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn lögreglu. 10.8.2007 12:00 Bókasafnsfræðingur mokar inn milljónum á dúkkulísum Heimasíðan dressupgames.com nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim en síðan fær um sjö milljónir heimsókna í hverjum mánuði og flettingar á síðunni eru um 40 milljónir. Konan á bak við síðuna heitir Inga María Guðmundsdóttir og er bókasafnsfræðingur á Ísafirði. Umstang í kringum síðuna er nú orðin hennar helsta atvinna og hefur hún góðar tekjur af henni í gegnum auglýsingar. 10.8.2007 11:03 Fáir sem greiða einungis fjármagnstekjuskatt Af þeim tæplega 2.400 einstaklingum sem ekki hafa aðrar tekjur en fjármagnstekjur greiða einungis 116 einhvern fjármagnstekjuskatt. Megnið af þessum einstaklingum eða tæplega 90 prósent voru með minna en 50 þúsund krónur í fjármagnstekjur á síðasta ári. 10.8.2007 10:58 HB Grandi flytur landvinnslu frá Reykjavík til Akraness Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hætta allir fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes þar sem ætlunin er að byggja nýtt fiskiðjuver. Þetta gera forsvarsmenn fyrirtækisins í kjölfar þess að ákveðið var að skera niður þorskafla á næsta fiskveiðiári um 30 prósent. 10.8.2007 10:40 Björgunarsveitarbíll á bólakaf Björgunarsveitin Kyndill á Klaustri, missti bíl sinn við Langasjó, Fjallabaksleið nyrðri, er verið var að setja bát á flot til að aðstoða ferðamenn yfir vatnið í síðustu viku. Ekki fór betur en svo að bíllinn sökk í sand. Í tilkynningu frá lögreglunni á Hvolsvelli kemur fram að ökumaður björgunarsveitarbílsins hafi náð að forða sér út áður en bifreiðin sökk á bólakaf í sandinn. 10.8.2007 09:34 Vel mætt á kertafleytingu Mjög góð stemning er við Tjörnina í Reykjavík að sögn aðstandenda kertafleytingar sem ætlað er að minnast þess þegar kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. 9.8.2007 23:31 Kertafleytingar í kvöld Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn og á Akureyri nú eftir tæpan klukkutíma, eða klukkan hálf ellefu. Athöfnin er haldin í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki árið 1945 9.8.2007 21:36 Alfreð: Langaði að vera með í Noregi Alfreð Gíslason og Handknattsleikssamband Íslands komust að þeirri niðurstöðu í dag að Alfreð muni halda áfram sem þjálfari landsliðsins. Alfreð mun stjórna liðinu fram yfir EM 2008 í Noregi sem fer fram í janúar. 9.8.2007 21:14 Heilsa sjómanna Er ímyndin um hinn hrausta íslenska sjómanninn orðin blekking ein? Sonja Sif Jóhannsdóttir vinnur nú að meistaraverkefni sínu sem snýr að því að kanna heilsu íslenskra sjómanna og flest bendir til að þol þeirra sé til dæmis heldur undir meðallagi. 9.8.2007 20:05 Hátíðarhöld hafa varpað skugga á ímynd Akureyrar Bæjarstjóri Akureyrar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna tjaldbannsins svokallaða. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að undanfarnar verslunarmannahelgar hafi fallið skuggi á þá viðleitni bæjaryfirvalda að skapa bæjarfélaginu ímynd öflugs mennta- og menningarsamfélags þegar skipulagðar skemmtanir í bænum hafi farið úr böndunum. Aðgerðir voru því nauðsynlegar. 9.8.2007 19:24 Markviss stefna, hærri laun og sveigjanlegur vinnutími laðar að starfsfólk á leikskóla Það tók nokkrar vikur að ráða 40 manns í nýja leikskóla Hjallastefnunnar í Reykjanesbæ meðan leikskólar Reykjavíkur eru í vandræðum með að fullmanna sína leikskóla. Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir markvissa stefnu lykilatriði, ásamt hærri launum og sveigjanlegri vinnutíma. 9.8.2007 19:18 Leiktæki sem 11 ára stúlka festist í er kolólöglegt Leiktæki sem ellefu ára stúlka festist í, í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi, er kolólöglegt. Forvarnarfulltrúi fann fimm atriði sem uppfylla ekki öryggisstaðla við skoðun í dag. 9.8.2007 19:03 Umhverfisvænir leigubílar Leigubílastöð í Hafnarfirði ætlar að skipta öllum bílaflota sínum út fyrir umhverfisvæna bíla fyrir mitt næsta ár. Tveir metanbílar og einn tvinnbíll eru þegar komnir á göturnar. Talsmenn stöðvarinnar hvetja stjórnvöld til að taka frumvkæði í vistvæðingu bíla. 9.8.2007 18:56 Eina "álverið" í Reykjavík rifið innan skamms Landsvirkjun ætlar að hætta rekstri eina "álversins" í Reykjavík um næstu mánaðamót. Ástæðan? Landsvirkjun mun afhenda Reykjavíkurborg gamla vararafstöðvarhúsið við Elliðaár til niðurrifs. Rafstöðin hefur stundum verið kölluð "litla álverið" en kælirásir í gólfinu hafa verið griðastaður fyrir ál - lifandi glerál. 9.8.2007 18:53 Mosfellsbær 20 ára Mosfellsbær fagnar nú um stundir 20 ára afmæli sínu en bærinn fékk kaupstaðarréttindi 9. ágúst 1987. Í tilefni afmælisins hélt bæjarstjórnin opinn hátíðarfund þar sem ákveðið var að gera Salóme Þorkelsdóttur, fyrrverandi alþingismann, að heiðursborgara bæjarins. Einnig var ákveðið að reisa útivistar- og ævintýragarð innan bæjarmarkana. 9.8.2007 18:49 Nýtt langdrægt farsímakerfi komið á fyrir lok næsta árs Mjög hefur gagnrýnt hversu mörg svæði á landinu eru utan GSM-netsins og hefur þá sérstaklega verið bent á hættuna sem getur stafað af því ef slys verða á fjölförnum þjóðvegum sem eru ekki neinu símasambandi. 9.8.2007 18:44 Reksturinn kostar milljarð út næsta ár Rekstur íslenska ratstjárstöðvakerfisins mun kosta milljarð króna út næsta ár, en ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárlögum. Formaður Vinstri-grænna gagnrýnir það og er ósáttur við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í varnarmálum. Aðeins hluti af kerfinu nýtist Íslandi. 9.8.2007 18:32 Ólögleg seðilgjöld? Heimilin í landinu greiða upp undir hundrað og tuttugu þúsund krónur í seðilgjöld hvert á ári, sem forstjóri Neytendastofu segir oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Hann skorar á viðskiptaráðherra að beita sér fyrir lagasetningu sem dregur úr seðilgjöldum. 9.8.2007 18:30 Von á yfirlýsingu frá bæjarstjórn Akureyrar Töluverð umræða hefur skapast í kjölfar undirskriftasöfnunar sem Birgir Torfason veitingamaður á Akureyri stendur fyrir vegna þess að ungmennum var bannað að tjalda í bænum um síðustu helgi. Bæjarfulltrúi segir í samtali við Vísi að yfirlýsingar vegna málsins sé að vænta í kvöld eða í fyrramálið. 9.8.2007 17:38 Nýr strengur fyrir netþjónabú Ljósleiðarastrengurinn sem fyrirtækið Hibernia Atlantic hyggst leggja til Íslands haustið 2008 er stórt skref í átt til þess að á Íslandi geti erlend fyrirtæki reist netþjónabú. 9.8.2007 16:20 Lokað fyrir bílaumferð á Gaypride Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við þúsundum gesta í Gleðigöngunni sem fer niður Laugarveginn á laugardag. Lokað verður fyrir almenna umferð á Laugavegi, Bankastræti og í Lækjargötu strax frá laugardag vegna göngunnar. Ökumönnum er því bent á að finna sér aðrar leiðir. 9.8.2007 16:03 Formaður VG fordæmir stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum Steingrímur J. Sigfússon gagnrýnir harðlega hvernig bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn hafa haldið á málum hvað varðar breytta stöðu utanríkis- og öryggismála í kjölfar brottfarar Bandaríkjahers af Íslandi. 9.8.2007 15:43 Skorað á bæjarstjórnina að segja af sér Birgir Torfason, sem rekur veitingastaðinu Kaffi Akureyri og Vélsmiðjuna, hefur opnað vefsíðu á slóðinni www.akureyri.blog.is þar sem safnað er undirskriftum þeirra sem vilja skora á meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri til að segja af sér tafarlaust. 9.8.2007 15:20 Alþjóðlegir fjársvikarar herja á Íslendinga Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar alþjóðlegt fjársvikamál, þar sem nokkrum Íslendingum hefur borist bréf frá bresku fyrirtæki sem kallar sig Australian Lottery. Í bréfinu er fólk hvatt til að hafa samband vegna lotterívinninga sem það á að hafa unnið. 9.8.2007 15:15 Sjá næstu 50 fréttir
Forsætisráðherra segir að ratsjárstöðvakerfið virki Forsætisráðherra segir ekki rétt að hluti íslenska ratsjárstöðvarkerfisins gagnist ekki, þar sem kerfið í heild sinni sé forsenda heræfinga og lofteftirlits erlendra ríkja hér við land. Hann segir að á næstu vikum og mánuðum verði unnið að nánari útfærslu á rekstri ratsjárstöðvanna, en Íslendingar taka við rekstri þeirra eftir 5 daga. 10.8.2007 18:47
Deiliskipulagi fyrir HB Granda nýlega breytt Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hætta allir fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes. Stjórnarformaður Faxaflóahafna segir ákvörðunina koma sér á óvart þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins höfðu þrýst á að fá stærra svæði undir starsemi sína á Norðurgarðinum og deiliskipulaginu var breytt miðað við það síðastliðið vor. 10.8.2007 18:46
Umdeild mannvirki eins og virkjanir hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir að gríðarleg tækifæri í ferðaþjónustu geti falist í þeim stöðum sem verða til við umdeildar framkvæmdir einsog við byggingu virkjana á borð við þá við Kárahnjúka. 10.8.2007 18:45
Impreglio vill gefa Ómari Ragnarssyni skýli undir Örkina að skilnaði Þorpið við Kárahnjúka er til sölu en það getur hýst hátt á annað þúsund manns. Þeir sem geta flutt það í heilu lagi í burtu fá það nánast ókeypis. Impreglio vill gefa Ómari Ragnarssyni skýli undir Örkina að skilnaði. 10.8.2007 18:45
Hreinsunarstarfi að ljúka á Hálsabraut Hreinsunarstarfi er að ljúka á Hálsabraut í Reykjavík. Olíuleki kom upp á sjötta tímanum í kvöld. Umferðaróhapp varð þegar bíll rann í olíunni og hafnaði á ljósastaur. Þá urðu talsverðar umferðartafir á staðnum. Lögregla og starfsmenn borgarinnar unnu að því að hreinsa lekann upp. 10.8.2007 17:52
Geir til Skotlands með Rótarý Geir Haarde, forsætisráðherra, fer fremstur í flokki íslenskra rótarý félaga í heimsókn þeirra til Skotlands í næstu viku. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC er greint frá því að von sé á 50 íslenskum rótarý meðlimum úr Rótarý klúbbnum Miðborgu. Þarlendir rótarý félagar munu taka á móti hópnum og hafa skoðunaferðir verið skipulagðar til markverðustu staða svæðisins. 10.8.2007 16:34
Reykvísk börn fá Frístundakort Um næstu mánaðarmót fá tæplega 20 þúsund börn á aldrinum 6 til 18 ára með lögheimili í Reykjavík rétt til þáttöku í íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfssemi þegar Frístundakortin svokölluðu verða innleidd. 10.8.2007 15:50
Dagur hissa á að Björn Ingi komi af fjöllum Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn furðar sig á því að Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður Faxaflóahafna komi af fjöllum hvað varðar flutning HB Granda upp á Akranes. "Hafi engin samtöl átt sér stað milli meirihluta borgarstjórnar og lykilfyrirtækja í sjávarútvegi um viðbrögð við niðurskurði aflaheimilda er það með ólíkindum," segir Dagur í pósti til vísir.is 10.8.2007 15:19
Óbreytt líðan eftir slys í Kópavogslaug Líðan drengsins sem fannst meðvitundarlaus í Sundlaug Kópavogs þann 26. apríl síðastliðinn er óbreytt. Pétur Lúðvígsson, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins segir drenginn, sem er fimmtán ára gamall, ekki enn vera kominn til meðvitundar. Lögregla lauk rannsókn sinni á málinu í júní og enn er allt á huldu um tildrög slyssins. 10.8.2007 14:48
Faðmlagakennsla á ástarviku Faðmlagakennsla er meðal þess sem í boði er á hinni árlegu ástarviku á Bolungarvík sem hefst núna á sunnudag en þessi hátíð hefur notið vaxandi vinsælda síðan henni var komið á laggirnar fyrir fjórum árum. "Við búumst við fjölda af elskulegu fólki í ár eins og síðustu ár," segir Birna Hjaltalín Pálmadóttir framkvæmdastjóri ástarvikunnar. 10.8.2007 14:22
Veiðimenn björguðu björgunarsveitinni Eins og Vísir greindi frá í morgun þá sökk Patrol-bifreið Björgunarsveitarinnar Kyndils við Langasjó þegar verið var að aðstoða ferðamenn yfir vatnið. Ekki fór betur en svo að bíllinn sökk í sand í fjörunni. Veiðimenn sem staddir voru á svæðinu komu björgunarsveitarmönnunum til bjargar. 10.8.2007 14:00
Byggja hátt í 200 hús og þjónustumiðstöð í Lettlandi Athafnamaðurinn Þorsteinn Steingrímsson, ásamt tveimur öðrum íslenskum fjárfestum, er nú að byggja hátt í 200 einbýlis og raðhús ásamt þjónustumiðstöð í Riga höfuðborg Lettlands. Þorsteinn segir að þeir hafi fengið 20 hektara landi úthlutað undir þessar framkvæmdir í einu af úthverfum borgarinnar. 10.8.2007 13:42
Og fjarskipti mega krefjast greiðslu vegna hlerunar Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Og fjarskiptum, sem nú heitir Vodafone, hafi verið heimilt að krefja embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um greiðslu vegna reikninga sem eru tilkomnir vegna beiðna um hlerun. 10.8.2007 12:56
Bæjarstjóri býður fram sáttahönd Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segist hafa ákveðið að takmarka aðgang ungmenna á aldrinum 18-23 ára að tjaldstæðum bæjarins um verslunarmannahelgina af illri nauðsyn. Hún hvetur til sátta í málinu og aðstandandi undirskriftasöfnunar gegn meirihluta bæjarstjórnar segist reiðubúinn að ræða við bæjarstjóra. 10.8.2007 12:45
Ákvörðun HB Granda kemur verulega á óvart Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir að ákvörðun HB Granda um flutning á fiskvinnslu sinni til Akranes komi verulega á óvart. „Við erum nýbúnir að breyta deiliskipulaginu á Norðurgarði í Örfirsey að þeirra óskum. Og nú fæ ég bréf um að þeir ætli í burtu," segir Björn Ingi. 10.8.2007 12:44
Fleiri þúsund fermetrar inn á fasteignamarkaðinn Reikna má með fleiri þúsund fermetrar flæði inn á markaðinn þegar vinnubúðir Impreglio verða settar í sölu á næstunni. Mestu flutningar fólks á landinu standa nú yfir frá því í Vestmannaeyjagosinu 1973. 10.8.2007 12:34
Vélin spann hálfhring skömmu fyrir lendingu Flugkennari og nemi hans þykja hafa sloppið furðuvel þegar þeir þurftu að nauðlenda flugvél sinni í Kapelluhrauni suður af Straumsvík laust eftir klukkan sjö í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefnd flugslysa voru þeir við hægflugsæfingu á svokölluðu Suðursvæði. 10.8.2007 12:30
Skjálftar mælast við Herðubreiðartögl Engin skjálftahrina hefur komið við Upptyppinga síðan í fyrradag en einhverjir skjálftar hafa þó mælst á svæðinu. Flestir skjálftanna sem nú mælast norðan Vatnajökuls eru við Herðubreiðartögl aðeins suður af Herðubreiðarlindum. 10.8.2007 12:23
Eingöngu 116 einstaklingar greiða fjármagnstekjuskatt 2381 einstaklingur og 150 hjón voru ekki með neinar aðrar tekjur en fjármagnstekjur á síðasta ára og greiða því ekki tekjuskatt. Af þeim greiddu eingöngu 116 einstaklingar og 51 hjón fjármagnstekjuskatt, hinir greiða enga skatta. 10.8.2007 12:22
Ekki kemur til fjöldauppsagna hjá HB Granda Ekki kemur til fjöldauppsagna hjá sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda í tengslum við þá ákvörðun stjórnar fyrirtækisins að hætta allri fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes þar sem nýtt fiskiðjuver verður reist. 10.8.2007 12:12
Eiga ekki að ná sér í tekjur með seðilgjöldum Viðskiptaráðherra segir bankana og fjármálastofnanir ekki eiga að ná sér í tekjur með seðilgjöldum. Hann segir seðilgjöldin verða skoðuð á næstunni samhliða öðrum málum sem lúta að neytendum. 10.8.2007 12:11
Stakk sér út í grunnu laugina Karlmaður um þrítugt slasaðist á höfði þegar hann hugðist fá sér sundsprett í Breiðholtslaug í gærkvöld. Að sögn lögreglu stakk maðurinn sér til sunds í grynnri enda laugarinnar og rak höfuðið í botninn. Hann fékk skurð á ennið og stóra kúlu að auki. Sundlaugargesturinn var fluttur á slysadeild en hann þykir samt hafa sloppið nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn lögreglu. 10.8.2007 12:00
Bókasafnsfræðingur mokar inn milljónum á dúkkulísum Heimasíðan dressupgames.com nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim en síðan fær um sjö milljónir heimsókna í hverjum mánuði og flettingar á síðunni eru um 40 milljónir. Konan á bak við síðuna heitir Inga María Guðmundsdóttir og er bókasafnsfræðingur á Ísafirði. Umstang í kringum síðuna er nú orðin hennar helsta atvinna og hefur hún góðar tekjur af henni í gegnum auglýsingar. 10.8.2007 11:03
Fáir sem greiða einungis fjármagnstekjuskatt Af þeim tæplega 2.400 einstaklingum sem ekki hafa aðrar tekjur en fjármagnstekjur greiða einungis 116 einhvern fjármagnstekjuskatt. Megnið af þessum einstaklingum eða tæplega 90 prósent voru með minna en 50 þúsund krónur í fjármagnstekjur á síðasta ári. 10.8.2007 10:58
HB Grandi flytur landvinnslu frá Reykjavík til Akraness Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hætta allir fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes þar sem ætlunin er að byggja nýtt fiskiðjuver. Þetta gera forsvarsmenn fyrirtækisins í kjölfar þess að ákveðið var að skera niður þorskafla á næsta fiskveiðiári um 30 prósent. 10.8.2007 10:40
Björgunarsveitarbíll á bólakaf Björgunarsveitin Kyndill á Klaustri, missti bíl sinn við Langasjó, Fjallabaksleið nyrðri, er verið var að setja bát á flot til að aðstoða ferðamenn yfir vatnið í síðustu viku. Ekki fór betur en svo að bíllinn sökk í sand. Í tilkynningu frá lögreglunni á Hvolsvelli kemur fram að ökumaður björgunarsveitarbílsins hafi náð að forða sér út áður en bifreiðin sökk á bólakaf í sandinn. 10.8.2007 09:34
Vel mætt á kertafleytingu Mjög góð stemning er við Tjörnina í Reykjavík að sögn aðstandenda kertafleytingar sem ætlað er að minnast þess þegar kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. 9.8.2007 23:31
Kertafleytingar í kvöld Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn og á Akureyri nú eftir tæpan klukkutíma, eða klukkan hálf ellefu. Athöfnin er haldin í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki árið 1945 9.8.2007 21:36
Alfreð: Langaði að vera með í Noregi Alfreð Gíslason og Handknattsleikssamband Íslands komust að þeirri niðurstöðu í dag að Alfreð muni halda áfram sem þjálfari landsliðsins. Alfreð mun stjórna liðinu fram yfir EM 2008 í Noregi sem fer fram í janúar. 9.8.2007 21:14
Heilsa sjómanna Er ímyndin um hinn hrausta íslenska sjómanninn orðin blekking ein? Sonja Sif Jóhannsdóttir vinnur nú að meistaraverkefni sínu sem snýr að því að kanna heilsu íslenskra sjómanna og flest bendir til að þol þeirra sé til dæmis heldur undir meðallagi. 9.8.2007 20:05
Hátíðarhöld hafa varpað skugga á ímynd Akureyrar Bæjarstjóri Akureyrar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna tjaldbannsins svokallaða. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að undanfarnar verslunarmannahelgar hafi fallið skuggi á þá viðleitni bæjaryfirvalda að skapa bæjarfélaginu ímynd öflugs mennta- og menningarsamfélags þegar skipulagðar skemmtanir í bænum hafi farið úr böndunum. Aðgerðir voru því nauðsynlegar. 9.8.2007 19:24
Markviss stefna, hærri laun og sveigjanlegur vinnutími laðar að starfsfólk á leikskóla Það tók nokkrar vikur að ráða 40 manns í nýja leikskóla Hjallastefnunnar í Reykjanesbæ meðan leikskólar Reykjavíkur eru í vandræðum með að fullmanna sína leikskóla. Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir markvissa stefnu lykilatriði, ásamt hærri launum og sveigjanlegri vinnutíma. 9.8.2007 19:18
Leiktæki sem 11 ára stúlka festist í er kolólöglegt Leiktæki sem ellefu ára stúlka festist í, í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi, er kolólöglegt. Forvarnarfulltrúi fann fimm atriði sem uppfylla ekki öryggisstaðla við skoðun í dag. 9.8.2007 19:03
Umhverfisvænir leigubílar Leigubílastöð í Hafnarfirði ætlar að skipta öllum bílaflota sínum út fyrir umhverfisvæna bíla fyrir mitt næsta ár. Tveir metanbílar og einn tvinnbíll eru þegar komnir á göturnar. Talsmenn stöðvarinnar hvetja stjórnvöld til að taka frumvkæði í vistvæðingu bíla. 9.8.2007 18:56
Eina "álverið" í Reykjavík rifið innan skamms Landsvirkjun ætlar að hætta rekstri eina "álversins" í Reykjavík um næstu mánaðamót. Ástæðan? Landsvirkjun mun afhenda Reykjavíkurborg gamla vararafstöðvarhúsið við Elliðaár til niðurrifs. Rafstöðin hefur stundum verið kölluð "litla álverið" en kælirásir í gólfinu hafa verið griðastaður fyrir ál - lifandi glerál. 9.8.2007 18:53
Mosfellsbær 20 ára Mosfellsbær fagnar nú um stundir 20 ára afmæli sínu en bærinn fékk kaupstaðarréttindi 9. ágúst 1987. Í tilefni afmælisins hélt bæjarstjórnin opinn hátíðarfund þar sem ákveðið var að gera Salóme Þorkelsdóttur, fyrrverandi alþingismann, að heiðursborgara bæjarins. Einnig var ákveðið að reisa útivistar- og ævintýragarð innan bæjarmarkana. 9.8.2007 18:49
Nýtt langdrægt farsímakerfi komið á fyrir lok næsta árs Mjög hefur gagnrýnt hversu mörg svæði á landinu eru utan GSM-netsins og hefur þá sérstaklega verið bent á hættuna sem getur stafað af því ef slys verða á fjölförnum þjóðvegum sem eru ekki neinu símasambandi. 9.8.2007 18:44
Reksturinn kostar milljarð út næsta ár Rekstur íslenska ratstjárstöðvakerfisins mun kosta milljarð króna út næsta ár, en ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárlögum. Formaður Vinstri-grænna gagnrýnir það og er ósáttur við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í varnarmálum. Aðeins hluti af kerfinu nýtist Íslandi. 9.8.2007 18:32
Ólögleg seðilgjöld? Heimilin í landinu greiða upp undir hundrað og tuttugu þúsund krónur í seðilgjöld hvert á ári, sem forstjóri Neytendastofu segir oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Hann skorar á viðskiptaráðherra að beita sér fyrir lagasetningu sem dregur úr seðilgjöldum. 9.8.2007 18:30
Von á yfirlýsingu frá bæjarstjórn Akureyrar Töluverð umræða hefur skapast í kjölfar undirskriftasöfnunar sem Birgir Torfason veitingamaður á Akureyri stendur fyrir vegna þess að ungmennum var bannað að tjalda í bænum um síðustu helgi. Bæjarfulltrúi segir í samtali við Vísi að yfirlýsingar vegna málsins sé að vænta í kvöld eða í fyrramálið. 9.8.2007 17:38
Nýr strengur fyrir netþjónabú Ljósleiðarastrengurinn sem fyrirtækið Hibernia Atlantic hyggst leggja til Íslands haustið 2008 er stórt skref í átt til þess að á Íslandi geti erlend fyrirtæki reist netþjónabú. 9.8.2007 16:20
Lokað fyrir bílaumferð á Gaypride Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við þúsundum gesta í Gleðigöngunni sem fer niður Laugarveginn á laugardag. Lokað verður fyrir almenna umferð á Laugavegi, Bankastræti og í Lækjargötu strax frá laugardag vegna göngunnar. Ökumönnum er því bent á að finna sér aðrar leiðir. 9.8.2007 16:03
Formaður VG fordæmir stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum Steingrímur J. Sigfússon gagnrýnir harðlega hvernig bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn hafa haldið á málum hvað varðar breytta stöðu utanríkis- og öryggismála í kjölfar brottfarar Bandaríkjahers af Íslandi. 9.8.2007 15:43
Skorað á bæjarstjórnina að segja af sér Birgir Torfason, sem rekur veitingastaðinu Kaffi Akureyri og Vélsmiðjuna, hefur opnað vefsíðu á slóðinni www.akureyri.blog.is þar sem safnað er undirskriftum þeirra sem vilja skora á meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri til að segja af sér tafarlaust. 9.8.2007 15:20
Alþjóðlegir fjársvikarar herja á Íslendinga Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar alþjóðlegt fjársvikamál, þar sem nokkrum Íslendingum hefur borist bréf frá bresku fyrirtæki sem kallar sig Australian Lottery. Í bréfinu er fólk hvatt til að hafa samband vegna lotterívinninga sem það á að hafa unnið. 9.8.2007 15:15