Innlent

Ákvörðun HB Granda kemur verulega á óvart

Björn Ingi Hrafnsson: Nýbúnir að breyta skipulaginu á Norðurgarði að óskum HB Granda.
Björn Ingi Hrafnsson: Nýbúnir að breyta skipulaginu á Norðurgarði að óskum HB Granda. MYND/Visir

Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir að ákvörðun HB Granda um flutning á fiskvinnslu sinni til Akranes komi verulega á óvart. „Við erum nýbúnir að breyta deiliskipulaginu á Norðurgarði í Örfirsey að þeirra óskum. Og nú fæ ég bréf um að þeir ætli í burtu," segir Björn Ingi.

Í máli Björns Inga kemur einnig fram að stjórn Faxaflóahafna hafi staðið í þeim skilningi að óskir HB Granda um breytingarnar á skipulaginu á Norðurgarði hafi verið vegna þess að fyrirtækið ætlaði sér að vera þar áfram. „Því kemur þetta mál núna okkur verulega á óvart svo vægt sé til orða tekið," segir Björn Ingi. Hann segir að stjórn Faxaflóahafna muni funda um málið á þriðjdaginn kemur.

 

Björn Ingi segir að Akraneshöfn tilheyri Faxaflóahöfnum og segja megi að áform HB Granda um uppbyggingu þar á fiskvinnslu styrki áform Faxaflóahafna um að gera svæðið að öflugri fiskihöfn.

„Fyrir mig sem borgarfulltrúa er svo aftur eftirsjá að jafnöflugu fyrirtæki og HB Granda úr borginni," segir Björn Ingi. „Á móti má segja að maður komi í manns stað því Guðmundur Kristjánsson á Rifi áformar að byggja upp fiskvinnslu hér í borginni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×