Innlent

Veiðimenn björguðu björgunarsveitinni

Ferðamenn við Langasjó.
Ferðamenn við Langasjó.

Eins og Vísir greindi frá í morgun þá sökk Patrol-bifreið Björgunarsveitarinnar Kyndils við Langasjó þegar verið var að aðstoða ferðamenn yfir vatnið. Ekki fór betur en svo að bíllinn sökk í sand í fjörunni. Veiðimenn sem staddir voru á svæðinu komu björgunarsveitarmönnunum til bjargar.

Jón Brynjólfsson, sem staddur var á svæðinu við veiðar kom til aðstoðar á Ford F350 pallbíl sínum og dró hann björgunarsveitarbílinn á þurrt. Í samtali við Vísi sagði hann björgunarsveitarmennina hafa verið mjög þakkláta og að honum verði boðið í mat næst þegar hann á leið um Kirkjubæjarklaustur. Veiðiferðin gekk að öðru leyti vel, að sögn Jóns. Hópurinn landaði um 200 fiskum, þar af voru sjö dregnir á land úr Langasjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×