Innlent

HB Grandi flytur landvinnslu frá Reykjavík til Akraness

HB Grandi hefur unnið fisk við Grandagarð í Reykjavík.
HB Grandi hefur unnið fisk við Grandagarð í Reykjavík. MYND/365

Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hætta allir fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes þar sem ætlunin er að byggja nýtt fiskiðjuver. Þetta gera forsvarsmenn fyrirtækisins í kjölfar þess að ákveðið var að skera niður þorskafla á næsta fiskveiðiári um 30 prósent.

Fram kemur á heimasíðu HB Granda að aflamark félagsins dragist svo mjög saman á næsta ári vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að bein sókn í þorsk verði ómöguleg. Þorskur verði því eingöngu veiddur sem meðalfi annara tegunda eins og ýsu, ufsa, karfa og grálúðu. Eina skip félagsins, sem til þessa hefur sótt beint í þorsk, er ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson. Hann mun snúa sér að ufsa- og karfaveiðum.

Þessi ákvörðun þýðir að þorskvinnsla í landi skreppur verulega saman, en Sturlaugur hefur til þessa lagt henni til hráefni. Til þess að haga landvinnslunni á sem hagkvæmastan hátt verður hún öll sameinuð í einu nýju fiskiðjuveri, sem áformað er að reisa á Akranesi.

Stjórn HB Granda hefur óskað eftir því við stjórn Faxaflóahafna um samstarf, þanngi að Faxaflóahafnir flýti gerð nýrrar landfyllingar og hafnargarðs á Akranesi. Vonast HB Grandi eftitr að reisa þar fiskiðjuver sem yrði tilbúið síðla árs 2009. Þetta þýðir jafnframt að fiskvinnsla í Reykjavík á vegum fyrirtækisins legggst af.

„Þangað til starfsemi hefst í nýju húsi mun núverandi fiskiðjuver á Akranesi vinna hluta þess ufsa og allan þann þorsk sem ísfisktogarar félagsins veiða. Hinn hluti ufsans, sem og allur karfi, verður áfram unninn í Reykjavík,"segir á vef HB Granda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×