Innlent

Markviss stefna, hærri laun og sveigjanlegur vinnutími laðar að starfsfólk á leikskóla

Sighvatur Jónsson skrifar

Það tók nokkrar vikur að ráða 40 manns í nýja leikskóla Hjallastefnunnar í Reykjanesbæ meðan leikskólar Reykjavíkur eru í vandræðum með að fullmanna sína leikskóla. Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir markvissa stefnu lykilatriði, ásamt hærri launum og sveigjanlegri vinnutíma.

Hjallastefnan ehf. rekur 13 leik- og grunnskóla fyrir börn á aldrinum eins til níu ára. Stofnanir á vegum fyrirtækisins eru í Hafnarfirði, Garðabæ, Reykjanesbæ, Reykjavík, Borgarbyggð og á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×