Innlent

Formaður VG fordæmir stefnu ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur telur að utanríkisstefnan sé Íslendingum kostnaðarsöm.
Steingrímur telur að utanríkisstefnan sé Íslendingum kostnaðarsöm. Mynd/ Rósa Jóhannsdóttir
Steingrímur J. Sigfússon gagnrýnir harðlega hvernig bæði fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn hafa haldið á málum hvað varðar breytta stöðu utanríkis- og öryggismála í kjölfar brottfarar Bandaríkjahers af Íslandi.

 

Í yfirlýsingu frá honum segir að Íslandi sé þvælt inn í heræfingar, samningar séu gerðir við önnur ríki og bandalög, mál sett í farveg og stofnað til mikils kostnaðar í nútíð og framtíð án nokkurrar undangenginnar umræðu og greiningar á þörfum Íslands og hagsmunum,

 

Steingrímur telur að í vændum séu meðal annars árlegar heræfingar Bandaríkjamanna og fleiri aðila á Íslandi, áframhaldandi rekstur ratsjárstöðvakerfis í hernaðarskyni, koma orustuflugvéla frá Natóríkjum fjórum sinnum á ári í loftvarnarskyni og til æfinga. Þá verði gerðir tvíhliða samningar við Norðmenn, Dani og mögulega fleiri aðila og tilheyrandi kostnaður vegna umsvifa þeirra hér. Talsverður kostnaður falli á innlenda aðila svo sem Landhelgisgæslu og lögreglu vegna þátttöku í æfingum og fleira.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×