Innlent

Eingöngu 116 einstaklingar greiða fjármagnstekjuskatt

2381 einstaklingur og 150 hjón voru ekki með neinar aðrar tekjur en fjármagnstekjur á síðasta ára og greiða því ekki tekjuskatt. Af þeim greiddu eingöngu 116 einstaklingar og 51 hjón fjármagnstekjuskatt, hinir greiða enga skatta.

Fjármálaráðuneytið hefur látið greina fjármagnstekjur þeirra sem voru ekki með aðrar tekjur en fjármagnstekjur á árinu 2006. Samkvæmt þeirri greinagerð er 2391 einhleypur einstaklingur og 150 hjón ekki með neinar aðrar tekjur en fjármagnstekjur á síðasta ári. Þar af voru 2128 einhleypir og 85 hjón með minna en 100 þúsund krónur í fjármagnstekjur. Eingöngu 116 einhleypir einstaklingar og 51 hjón greiddu fjármagnstekjuskatt en hinir 2175 einhleypu og 99 hjón greiddu hvorki fjármagnstekjuskatt né tekjuskatt. Ástæða þess er sú að þeir geta nýtt persónuafslátt sinn ef fjármagnstekjur eru lágar.

Í fréttatilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að langstærstur hluti þeirra sem eingöngu greiði fjármagnstekjuskatt en engan tekjuskatt sé ungt fólk sem ekki er á vinnumarkaði. Því sé sú mynd sem dregin hefur verið upp í fjölmiðlum af þessum hópi röng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×