Innlent

Skorað á bæjarstjórnina að segja af sér

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri er hvött til að segja af sér ásamt öðrum bæjarfulltrúum.
Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri er hvött til að segja af sér ásamt öðrum bæjarfulltrúum.
Birgir Torfason, sem rekur veitingastaðinu Kaffi Akureyri og Vélsmiðjuna, hefur opnað vefsíðu á slóðinni www.akureyri.blog.is þar sem safnað er undirskriftum þeirra sem vilja skora á meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri til að segja af sér tafarlaust.

Birgir segist ekki vita hvaða viðbrögð undirskriftasöfnunin muni fá, en hann vilji gjarnan vekja athygli á þeirri óánægju sem sé með þá ákvörðun bæjaryfirvalda að hafa lokað tjaldsvæðum fyrir ungmennum á aldrinum 18-23 ára um helgina. Birgir segir að ákvörðunin skjóti skökku við í ljósi þess að verið sé að bjóða ungt fólk velkomið til bæjarins í nám í haust.

Birgir segir að töluvert minna hafi verið að gera á Kaffi Akureyri og Vélsmiðjunni um verslunarmannahelgina miðað við það sem var í fyrra og því telji hann sig hafa orðið fyrir tjóni. Hann segir að það sama gildi um aðra verslunarmenn og veitingahúsaeigendur á Akureyri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×