Innlent

Mosfellsbær 20 ára

MYND/GVA

Mosfellsbær fagnar nú um stundir 20 ára afmæli sínu en bærinn fékk kaupstaðarréttindi 9. ágúst 1987. Í tilefni afmælisins hélt bæjarstjórnin opinn hátíðarfund þar sem ákveðið var að gera Salóme Þorkelsdóttur, fyrrverandi alþingismann, að heiðursborgara bæjarins. Einnig var ákveðið að reisa útivistar- og ævintýragarð innan bæjarmarkana.

Garðurinn mun rísa á svæði sem nefnt er Hvammar og er á milli Varmár og Köldukvíslar. Þá ákvað fundurinn að láta gera útilistaverk í tilefni afmælisins og einnig var samþykkt að stofna barna- og unglingaráð Mosfellsbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×