Innlent

Byggja hátt í 200 hús og þjónustumiðstöð í Lettlandi

Þorsteinn Steingrímsson stendur í stórræðum í Lettlandi.
Þorsteinn Steingrímsson stendur í stórræðum í Lettlandi.

Athafnamaðurinn Þorsteinn Steingrímsson, ásamt tveimur öðrum íslenskum fjárfestum, er nú að byggja hátt í 200 einbýlis og raðhús ásamt þjónustumiðstöð í Riga höfuðborg Lettlands. Þorsteinn segir að þeir hafi fengið 20 hektara landi úthlutað undir þessar framkvæmdir í einu af úthverfum borgarinnar.

"Þetta var tækifæri sem barst okkur og við ákváðum að slá til," segir Þorsteinn Steingrímsson í samtali við vísir.is. "Það er ekki eins mikill sósialismi í skipulagsmálum þarna og er hér heima og því höfum við þegar hafist handa. Jarðvinna og undirbúningur er kominn á fullt og fyrstu húsin mun rísa í febrúar á næsta ári."

Þorsteinn segir að mikill skortur sé á húsnæði í borginni og því töluverður áhugi meðal heimamanna að kaupa þessi hús sem þeir félagar eru að fara að byggja. "Svipað og í öðrum fyrrum austantjaldslöndum mega menn búa þröngt þarna en það eru að meðaltali aðeins sjö til átta fermetrar af húsnæði til undir hvern íbúa borgarinnar," segir Þorsteinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×