Fleiri fréttir

Kvennaslóðir.is

Næstum sex hundruð sérfræðingar af kvenkyni eru skráðir í gagnabankann Kvennaslóðir sem var enduropnaður með viðhöfn í dag. Forstöðumaður Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum er sannfærður um að bankinn hjálpi til við að jafna kynjahallann í fjölmiðlum og stjórnum fyrirtækja.

Alcan velur nýjan stað fyrir álver fyrir áramót

Forstjóri Alcan segir fyrirtækið ætla að finna nýjan stað undir álver á Íslandi fyrir áramót og vonast til að fá svigrúm til að taka ákvörðun um framtíðarstarfsemi hérlendis. Hann segir að jafnframt verði reynt að tryggja að unnt verði að reka álverið í Straumsvík næstu tuttugu ár.

Dauðsfall á Landspítala

Rannsókn á vofveiflegu láti tuttugu og tveggja ára stúlku á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi um helgina er enn í gangi. Stúlkan fannst látin á herbergi sínu aðfararnótt sextánda júní, var endurlífguð en lést tveimur sólarhringum síðar. Í ljós hefur komið að engin sprautunál var í handlegg hennar eins og sagt var í fréttum okkar í gær. Ekki er vitað hvernig lyfin, sem talið er að hafi leitt stúlkuna til dauða, bárust í hana.

Laminn í Palestínu

Tvítugur Íslendingur lenti í táragasi, gúmmíkúlnaskothríð, var handtekinn og laminn vegna starfa sinna með alþjóðlegum mannréttindasamtökum í Palestínu. Hann er nýkominn heim og hvetur íslensk ungmenni til að taka þátt í mannréttindastarfi - þrátt fyrir lífsreynslu síðustu mánaða.

Bjó til tölvuleik fyrir tvíburasynina

Móðir heyrnarskertra tvíburadrengja dó ekki ráðalaus þegar hún stóð frammi fyrir því að finna nútímaafþreyingu fyrir syni sína. Hún bretti einfaldlega upp ermar og hannaði tölvuleikinn: Tumi og táknin.

Ljótasta ráðherrataska í heimi?

Skjalataska Iðnaðarráðherra er án efa ein ræfilslegasta ráðherrataska í heimi. Össur Skarphéðinsson segir að taskan sé fullgóð en ætti kannski frekar að vera í fjármálaráðuneytinu, aðspurður um hvort taskan væri tákn um sparnað í iðnaðarráðuneytinu.

Netþjónabú skapa fjölda þekkingastarfa

Netþjónabú geta skapað mikinn fjölda þekkingarstarfa á Íslandi. Ísland er kjörinn staður fyrir slíkan rekstur en hann veltur algerlega á nýjum sæstreng milli Íslands og Evrópu.

Einar Már fær lofsamlega dóma í Danmörku

Nýjasta ljóðabók Einars Más Guðmundssonar hefur fengið afar lofsamlega dóma í danskri þýðingu en bókin kom út fyrr í þessum mánuði. Einar er með ástarsögu í smíðum sem ratar án efa fyrir augu lesanda um næstu jól.

Upplýsingar um upptöku ökutækja

Ríkissaksóknari hefur sent frá sér upplýsinar um upptöku ökutækja vegna umferðalagabrota. Það er gert í tilefni af mjög alvarlegum umferðarlagabrotum, ofsaakstri, og vangaveltum um hvenær heimilt sé að gera ökutæki brotlegs ökumanns upptæk.

Lúðvík nefndi landfyllinguna fyrst á fundi í fyrradag

Michel Jacques, forstjóri Alcan segir að fyrirtækið hafi litið á ýmsa möguleika með það að markmiði að útvíkka starfsemina í Hafnafirði en enginn reyndist raunhæfur. Fyrirtækið ætlaði því að tilkynna bæjarstjóranum í Hafnarfirði að fyrirtækið sæi sér ekki fært að efla starfsemi álversins innan bæjarmarka Hafnarfjarðar, þegar hann nefndi möguleikann á landfyllingu.

Líklegast að Alcan verði á tveimur stöðum í framtíðinni

Michel Jaques, forstjóri Alcan Primary Metal Group, segir að fyrirtækið hafi engin áform um að leggja niður starfsemi hér á landi. Þeir leiti allra mögulegra leiða til að styrkja og efla starfsemina í Straumsvík. Líklegast er að fyrirtækið verði með starfssemi á tveimur stöðum á Íslandi í framtíðinni.

Skortur á háskólamenntuðu starfsfólki

Um 51% svarenda í könnun um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi telja að skortur sé á starfsfólki. Um 40% svarenda töldu svo vera í febrúar. Fyrirtæki í fjármála- og tryggingastarfsemi og í ýmsri sérhæfðri þjónustu eru áberandi hvað þetta varðar.

Konum fjölgar í stjórnendastöðum hjá ríkinu

Konum í stjórnendastöðum hefur fjölgað frá árinu 1998. Þá voru konur 40% stjórnenda með mannaforráð ef frá eru taldir forstöðumenn stofnana. Nú eru konur tæpur helmingur stjórnenda með mannaforráð, eða 48%.

Nýr og betri sæstrengur tryggir samkeppnishæfni Íslands

Niðurstöður athugunar á samkeppnishæfni Íslands fyrir svokölluð netþjónabú voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Á fundinum kom fram að Ísland væri kjörinn staður fyrir starfssemi af þessu tagi. Eina fyrirstaðan fyrir því að Ísland geti talist tilvalinn staður fyrir þessa starfsemi væri tenging landsins við umheiminn en samgönguráðherra nýjan og betri streng fyrirhugaðan.

Efna til fjöldagöngu gegn umferðarslysum

Sumarið er tíminn - en ekki fyrir alla. Hjúkrunarfræðingar eru með kvíðahnút í maganum og ætla að efna til fjöldagöngu gegn umferðarslysum í næstu viku.

Nýr veruleiki í öryggis- og varnarmálum

Íslendingar standa frammi fyrir nýjum veruleika í öryggis- og varnarmálum og þurfa að fara í meiri stefnumótunarvinnu í málaflokknum, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Hún boðar aukin útgjöld til varnarmála og segir þau fyrst og fremst snúast um að gæta hafsvæðisins í kringum Ísland.

Alcan greinir frá framtíðaráformum sínum í dag

Alcan ætlar síðar í dag að greina frá framtíðaráformum sínum í uppbyggingu áliðnaðar hérlendis. Forsvarsmenn Alcans funduðu í morgun með ráðamönnum í Þorlákshöfn sem þykir nú einn álitlegasti kosturinn fyrir nýtt álver.

Stórskipahöfn við Keilisnes?

Borgarafundur í Vogum á Vatnsleysuströnd samþykkti í gærkvöld með miklum meirihluta að veita bæjarstjórn sveitarfélagins umboð til þess að ræða við Alcan um uppbyggingu álvers á Keilisnesi. Fjölmargar hugmyndir komu fram á fundinum um aðra atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu, þar á meðal stórskipahöfn fyrir allt höfuðborgarsvæðið við Keilisnes.

Faraldur alvarlegra mótorhjólaslysa

Mótorhjólaeign landsmanna hefur tvöfaldast á tveimur og hálfu ári. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss segir að faraldur alvarlegra mótorhjólaslysa hafi verið að undanförnu og skapi enn meira álag á sjúkrahúsinu.

Útsendingar Digital Íslands í Árnessýslu hafnar

Digital Ísland hefur nú hafið útsendingar í uppsveitum Árnessýslu og því nást nú á svæðinu útsendingar Stöðvar 2, RÚV, Sýnar, Sýnar Extra 1, Stöðvar 2 bíó, Sirkuss, og Skjás eins. Auk hefðbundinna áskriftarleiða Digital Íslands geta orlofshúsaeigendur á svæðinu nýtt sér sérstakar orlofshúsaáskriftir.

Áttatíu ökumenn krafðir um endurgreiðslu vegna ölvunaraksturs

Á árinu 2006 kröfðu tryggingafélögin 80 ökumenn um endurgreiðslu vegna umferðartjóna sem urðu þegar ökumaður var undir áhrifum áfengis. Aðrar ástæður voru lyfjaakstur, ökuréttindaleysi, beinn ásetningur og vítavert aksturslag eða glæfraakstur.

Vetnisknúnir bílaleigubílar

Íslensk NýOrka áformar að markaðssetja vetnisknúna Toyota Prius bílaleigubíla í samvinnu við Hertz bílaleiguna. Áætlað er að bílarnir verða fáanlegir í apríl á næsta ári í tengslum við nýja markaðsáætlun, sem fer í gang í næsta mánuði.

Dæmdur fyrir hóta sýslumanni lífláti

Karlmaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir brot gegn valdstjórninni en hann hótaði sýslumanninum á Eskifirði lífláti. Hann sagðist meðal annars ætla að nota tvo grimma hunda til verksins.

Fimm þúsund vilja Alfreð áfram

Um fimm þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til Alfreðs Gíslasons um að halda áfram þjálfun íslenska karlalandsliðsins í handknattleik.

Tæplega 3000 manns búnir að skora á Alfreð

Tæplega 3000 manns voru búnir að skrá sig á áskorunarlista til Alfreðs Gíslasonar klukkan hálfellefu í kvöld. Vísir.is setti áskorunina af stað klukkan sjö í kvöld og er markmiðið að hvetja Alfreð til að halda áfram að þjálfa íslenska karlalandsliðið í Handbolta.

Enn tapar KR

KR-ingar sitja enn fastir á botni Landsbankadeildar karla eftir að liðið tapaði 2-0 fyrir nýliðum HK í Kópavogi í kvöld. Keflvíkingar unnu góðan 2-1 útisigur á Víkingi þar sem Guðmundur Steinarsson skoraði sigurmark Keflvíkinga úr vítaspyrnu þegar rúmar 2 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Rúmlega 2000 manns búnir að skrifa undir áskorun til Alfreðs

Nú tveimur tímum eftir að Visir.is setti af stað áskorunarlista til Alfreðs Gíslasonar um að halda áfram sem þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik, eru rúmlega 2000 manns búnir að skrifa undir. Einungis hálftíma eftir að listinn var settur af stað voru ellefuhundruð manns búnir að skrifa undir.

451 flóttamaður komið til Íslands

Rauði kross Íslands og Mannréttindaskrifstofa Íslands hvetja íslensk stjórnvöld til að fullgilda alþjóðasamninga um ríkisfangslausa. Á fimmta hundrað flóttamanna hafa komið til Íslands á vegum stjórnvalda.

Alcan biður um framlengingu

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að bærinn muni ekki beita sér fyrir annarri kosningu um stækkun álversins í Straumsvík á kjörtímabilinu, en bendir á að íbúarnir geti knúið fram slíka atkvæðagreiðslu. Talsmenn Landsvirkjunar segja að Alcan verði að leggja fram eitthvað nýtt og raunhæft ef framlengja eigi viljayfirlýsingu um orkusölu til stækkaðs álvers Alcans.

Íslandpóstur í átak

Íslandspóstur hefur ráðist í átak til að vekja almenning, húsbyggjendur og verktaka til umhugsunar um byggingareglugerð er varðar póstlúgur og póstkassasamstæður. Á undanförnum árum hefur orðið töluverður misbrestur á að farið sé að settum reglum þegar kemur að staðsetningu bréfalúga og póstkassa.

Mótmæla Urriðafossvirkjun

Ferðamálafélag Flóamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á sveitarstjórn Flóahrepps að standa við fyrri ákvörðun um að leggja fram aðalskipulag Villingaholtshrepps án þess að í því sé gert ráð fyrir Urriðafossvirkjun.

Einar Bárðarson opnar umboðsskrifstofu í London

Einar Bárðarson hefur opnað umboðsskrifstofu í London ásamt öðrum fjárfestum. Umboðsskrifstofan heitir Mother Management. Tónvís, fjárfestingarsjóður FL Group á 50% hlut í Mother Management.

Bauð skjaldböku upp í bílinn

Ökumaður sem leið átti um Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði varð furðu lostinn þegar hann ók fram úr lítilli skjaldböku sem leið átti um veginn á tólfta tímanum í dag. Skjaldbakan var á hægri ferð norður veginn þar sem er 60 kílómetra hámarkshraði.

Skorað á íslensk stjórnvöld á alþjóðadegi flóttamanna

Alþjóðadagur flóttamanna er í dag og af því tilefni skorar Mannréttindaskrifstofa Íslands á íslensk stjórnvöld að gerast aðili að samningum Sameinuðu þjóðanna um fólk án ríkisfangs. Flest Vestur-Evrópulönd hafa átt aðild að samningunum um áratuga skeið.

Íslendingur rændur í Kaupmannahöfn

Íslenskum karlmanni, Guðjóni Inga Eiríkssyni kennara, var ógnað af vopnuðum ræningja í anddyri á Ansgar hótelinu í Colbjoernsensgade í Kaupmannahöfn í gær. Guðjón var staddur í anddyri hótelsins ásamt afgreiðslumanni þegar grímuklæddur maður kom inn.

Vilhjálmur landaði fjögurra punda laxi

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri krækti í fyrsta laxinn í Elliðaánum þetta sumarið laust fyrir klukkan eitt í dag, skömmu áður en hann hætti veiðum í ánni. Vilhjálmur opnaði Elliðaárnar snemma í morgun og fékk einn urriða klukkan átta.

Ingibjörg Sólrún í opinberri heimsókn í Noregi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, og eiginmaður hennar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, hófu í dag tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í boði Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. Heimsóknin hefst með áheyrn hjá Haraldi Noregskonungi í höll konungs í Osló.

Mikið um eiturlyfjaakstur í Skagafirði

Lögreglan á Sauðárkróki hafði í nógu að snúast vegna fíkniefna- og umferðarlagabrota um og eftir helgi. Fimm mál hafa komið upp síðan á föstudag þar sem fólk hefur verið tekið fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á ýmsum farartækjum.

Sjá næstu 50 fréttir