Innlent

Vetnisknúnir bílaleigubílar

Vetnisbílar verða sífellt vinsælli. Nú ætlar Íslensk NýOrka að markaðssetja vetnisknúna bílaleigubíla.
Vetnisbílar verða sífellt vinsælli. Nú ætlar Íslensk NýOrka að markaðssetja vetnisknúna bílaleigubíla.

Íslensk NýOrka áformar að markaðssetja vetnisknúna Toyota Prius bílaleigubíla í samvinnu við Hertz bílaleiguna. Áætlað er að bílarnir verði fáanlegir í apríl á næsta ári í tengslum við nýja markaðsáætlun. Hún ber yfirskriftina Sjálfbær farartæki á sjó og landi - Vetni á Íslandi. Auk vetnisknúnu bílaleigubílanna verður kynnt ný vél í 150 manna hvalaskoðunarbát. Þetta kemur fram á vefnum Fuel Cell Today.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×