Innlent

Lúðvík nefndi landfyllinguna fyrst á fundi í fyrradag

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Michel Jacques, forstjóri Alcan segir að fyrirtækið hafi, allt frá því að úrslit íbúakosningarinnar um deiluskipulag Hafnarfjarðarbæjar hafi orðið ljós, litið á ýmsa möguleika með það að markmiði að útvíkka starfssemina í Hafnafirði. Þrátt fyrir að ýmsar hugmyndir hafi litið dagsins ljós hafi engin þeirra talist raunhæf. Tilgangur Íslandsheimsóknar forstjórans hafi því verið sá að tilkynna bæjarstjóranum í Hafnarfirði að fyrirtækið sæji sér ekki fært að efla starfsemi álversins innan bæjarmarka Hafnarfjarðar og hittu þeir bæjarstjórann á fundi í fyrradag.

Jacques segir að Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar hafi þá sýnt Alcanmönnum aðalskipulag Hafnarfjarðarbæjar þar sem gert er ráð fyrir landfyllingu fyrir nýja höfn bæjarins. Lúðvík hafi stungið upp á því að stækka landfyllinguna til austurs sem gæti leyst vandamál Alcan varðandi frekari stækkun í bænum.

Forstjórinn segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að Alcan sé reiðubúið til þess að ræða „allar raunhæfar tillögur sem miða að því að tryggja áframhaldandi starfssemi Alcan í Hafnarfirði", svo lengi sem þær tillögur eru studdar af bæjarstjóranum, bæjarstjórn og Hafnfirðingum öllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×