Innlent

Íslendingur rændur í Kaupmannahöfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Danska lögreglan var fljót á staðinn.
Danska lögreglan var fljót á staðinn.

Íslenskum karlmanni, Guðjóni Inga Eiríkssyni kennara, var ógnað af vopnuðum manni í anddyri á Ansgar hótelinu í Colbjoernsensgade í Kaupmannahöfn í gær.



Guðjón var staddur í anddyri hótelsins ásamt afgreiðslumanni þegar grímuklæddur maður kom inn. Maðurinn réðst fyrst að afgreiðslumanninum, ógnaði honum með byssu og heimtaði af honum peninga. Maðurinn réðst síðan að Guðjóni og skipaði honum að leggjast niður. Afgreiðslumaðurinn lét ræningjann hafa peninga úr afgreiðslunni. Hljóp þá ræninginn út þar sem hann var handtekinn. Síðar kom í ljós að vopn mannsins var leikfangabyssa.



Guðjón segist ekki hafa séð framan í manninn og því ekki geta lýst honum. Hann segist ekki vera búinn að átta sig almennilega á atburðarásinni ennþá. Það sé auðvitað ekki á hverjum degi sem honum sé ógnað með byssu. Hann tók þó fram að sér liði ágætlega.



Guðjón segir að danska lögreglan fylgist sérstaklega vel með hótelum um þessar mundir. Ránum þar hafi fjölgað mikið að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×