Innlent

Fimm þúsund vilja Alfreð áfram

Um fimm þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til Alfreðs Gíslasons um að halda áfram þjálfun íslenska karlalandsliðsins í handknattleik.

Vísir.is stendur fyrir undirskriftasöfnun þessa efnis og hófst hún um sjöleytið í gærkvöld. Samningur Alfreðs við Handknattleikssamband Íslands rann út fyrir skemmstu en síðasta verk Alfreðs var að stýra íslenska landsliðinu til sigurs í tveimur leikjum gegn Serbum sem tryggði Íslandi þátttökurétt á Evrópumótinu í Noregi á næsta ári.

Alfreð hafði áður lýst því yfir að hann myndi hætta með liðið þar sem hann getur ekki þjálfað bæði það og þýska stórliðið Gummersbach. Hann liggur nú undir feldi og reynir að finna flöt á því að halda áfram með íslenska liðið.

Hér er hægt að skrifa undir áskorunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×