Innlent

Útsendingar Digital Íslands í Árnessýslu hafnar

MYND/Sveinn Valfells

Digital Ísland hefur nú hafið útsendingar í uppsveitum Árnessýslu og því nást nú á svæðinu útsendingar Stöðvar 2, RÚV, Sýnar, Sýnar Extra 1, Stöðvar 2 bíó, Sirkuss, og Skjás eins. Auk hefðbundinna áskriftarleiða Digital Íslands geta orlofshúsaeigendur á svæðinu nýtt sér sérstakar orlofshúsaáskriftir þar sem meðal annars er boðið upp á helgaráskriftir í bústaðinn.

Sjónvarpsáhorfendur á svæðinu sem hafa ekki nú þegar tryggt sér myndlykil frá Digital Íslandi geta nálgast myndlykil í Þrastarlundi í Grímsnesi, í verslunum Samkaupa á Flúðum og Laugarvatni og í Árvirkjanum, umboðsmanni Digital Íslands á Selfossi. Rétt er að taka fram, að útsendingar Digital Íslands koma í staðinn fyrir aðrar sjónvarpssendingar flestra stöðvanna á svæðinu og því er myndlykill nauðsynlegur þeim sem vilja sjá Stöð 2, Sýn, Stöð 2 bíó, Skjá 1 og fleiri. Nánari upplýsingar um þjónustu Digital Íslands eru veittar í síma 515 6100.

Digital Ísland er dreifikerfi fyrir sjónvarp í eigu Vodafone á Íslandi. Mikil vinna hefur farið í uppbyggingu kerfisins frá því Vodafone tók yfir reksturinn undir lok síðasta árs og nú þegar hefur aðgengi fólks að fleiri sjónvarpsstöðvum aukist víða um land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×