Innlent

Dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir að stinga mann í hjartastað

MYND/365

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Ara Kristján Runólfsson í 6 ára fangelsi fyrir að stinga mann með hnífi í brjóstið. Frá dregst gæsluvarðhaldsvist sem hann hefur sætt frá 4. apríl síðastliðinn.

Ari Kristján er dæmdur fyrir að hafa stungið mann með hnífi í brjóstkassa í íbúð mannsins í Hátúni að kvöldi þriðjudagsins 3. apríl. Fórnarlambið komst með meðvitund á sjúkrahús en fór í hjartastopp eftir komuna þangað. Hann var með tvö stungusár á brjóstholi, annað 1,5 sm. Gat var á framvegg hjartans sem olli lífshættulegri blæðingu. Í kjölfar hyjartahnoðs var gripið til bráðabrjóstholsaðgerðar þar sem snarræði hjartaskurðlæknisins er talið hafa bjargað lífi mannsins.

Ara er gert að greiða fórnarlambinu 1.500.000 krónur í miskabætur og allan sakakostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×