Skorað á íslensk stjórnvöld á alþjóðadegi flóttamanna 20. júní 2007 13:41 Alþjóðadagur flóttamanna er í dag, 20. júní og af því tilefni skorar Mannréttindaskrifstofa Íslands á íslensk stjórnvöld að gerast aðili að samningum Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangslausa, samningi um að draga úr ríkisfangsleysi og samningi um réttarstöðu fólks án ríkisfangs. Bæði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannastofnunin hafa hvatt ríki til að gerast aðilar að samningunum en flest Vestur-Evrópulönd hafa átt aðild að þeim um áratuga skeið. „Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um á um rétt manna til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum," segir í tilkynningu frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Mannréttindayfirlýsingin kveður einnig á um rétt allra manna til ríkisfangs en í því er fólginn lagalegur réttur til að njóta gæða samfélagsins og taka þátt í skipan þess. Þessi réttindi eru nátengd því fólk sem ekki nýtur verndar stjórnvalda í heimalandi sínu er oft án ríkisfangs; það að öllum sé tryggt ríkisfang er einn grunnþátta í vernd minnihlutahópa og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja. Með því að vinna gegn ríkisfangsleysi og aðstoða fólk sem er án ríkisfangs er stuðlað að stöðugleika á viðkomandi svæði og þannig jafnvel unnt að koma í veg fyrir ástand sem leiðir til þess að fólk neyðist til að leggja á flótta." Ísland er aðili að Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna sem gefur fólki sem ekki nýtur verndar gegn ofsóknum í eigin landi kost á því að leita skjóls hjá öðrum þjóðum. Ísland á einnig aðild að Evrópusamningi um ríkisfang sem kveður á um réttindi og skyldur varðandi ríkisfang. Ísland er hins vegar eina Norðurlandið sem hvorki hefur gerst aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi né samningi um réttarstöðu fólks án ríkisfangs, að því er segir í tilkynningunni frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Alþjóðadagur flóttamanna er í dag, 20. júní og af því tilefni skorar Mannréttindaskrifstofa Íslands á íslensk stjórnvöld að gerast aðili að samningum Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangslausa, samningi um að draga úr ríkisfangsleysi og samningi um réttarstöðu fólks án ríkisfangs. Bæði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannastofnunin hafa hvatt ríki til að gerast aðilar að samningunum en flest Vestur-Evrópulönd hafa átt aðild að þeim um áratuga skeið. „Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um á um rétt manna til að leita og njóta griðlands erlendis gegn ofsóknum," segir í tilkynningu frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Mannréttindayfirlýsingin kveður einnig á um rétt allra manna til ríkisfangs en í því er fólginn lagalegur réttur til að njóta gæða samfélagsins og taka þátt í skipan þess. Þessi réttindi eru nátengd því fólk sem ekki nýtur verndar stjórnvalda í heimalandi sínu er oft án ríkisfangs; það að öllum sé tryggt ríkisfang er einn grunnþátta í vernd minnihlutahópa og annarra hópa sem eiga undir högg að sækja. Með því að vinna gegn ríkisfangsleysi og aðstoða fólk sem er án ríkisfangs er stuðlað að stöðugleika á viðkomandi svæði og þannig jafnvel unnt að koma í veg fyrir ástand sem leiðir til þess að fólk neyðist til að leggja á flótta." Ísland er aðili að Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna sem gefur fólki sem ekki nýtur verndar gegn ofsóknum í eigin landi kost á því að leita skjóls hjá öðrum þjóðum. Ísland á einnig aðild að Evrópusamningi um ríkisfang sem kveður á um réttindi og skyldur varðandi ríkisfang. Ísland er hins vegar eina Norðurlandið sem hvorki hefur gerst aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um ríkisfangsleysi né samningi um réttarstöðu fólks án ríkisfangs, að því er segir í tilkynningunni frá Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira